Hækkun húsnæðiskostnaðar er helsti drifkraftur verðbólgunnar, segir í umsögn Alþýðusambands Íslands um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2025-2029, sem nú liggur fyrir Alþingi.
Í umsögninni segir að rammasamkomulag um aukið framboð íbúða 2023-2032 gangi ekki upp, m.a. vegna hárra vaxta. Spáð sé nú að nýjar íbúðir frá 2023-2026 verði um 10.600, eða um 5.400 færri en vænst hafi verið. Mikilvægt sé að bregðast við þessu. Í því skyni séu ýmsar leiðir færar svo sem að lífeyrissjóðir fái rýmri heimildir til fjárfestinga í leigufélögum. Auka þurfi framboð á byggingarhæfum lóðum og heimila tímabundna uppbyggingu á færanlegu húsnæði á óskipulögðum svæðum.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.