Starfsfólk HS Orku í Svartsengi var fyrr í dag sent heim vegna breytinga á borholum.
Breytingin er ekki það mikil að Veðurstofan telji ástæðu fyrir frekari rýmingu svæðisins. Þrátt fyrir það ákvað fyrirtækið að senda starfsfólk sitt heim í öryggisskyni. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, í samtali við mbl.is.
Vísbendingar um hreyfingu á svæðinu hafa áður komið einna fyrst fram í breytingu borhola, segir Hjördís.
Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort frekari rýming verði á svæðinu í dag.
Uppfært: