„Það ætti ég nú að vita manna best“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:44
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:44
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„For­seti, ég ætla að leyfa mér að segja þetta, hans holl­usta er bara ein og hún er við þjóðina. Mér finnst stóra spurn­ing­in vera, hvað treysti ég mér til að segja um það og þá segi ég, ég treysti mér til að sýna eng­um holl­ustu nema þjóðinni í þessu embætti.“

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir á for­seta­fundi Morg­un­blaðsins og mbl.is á Græna hatt­in­um á Ak­ur­eyri í gær­kvöldi.

Stefán Ein­ar Stef­áns­son sagði þá að þjóðin væri oft klof­in í herðar niður og var Katrín ekki lengi að svara. 

„Ein­mitt og þá erfitt að sætta sjón­ar­mið. Það ætti ég nú að vita manna best,“ sagði hún og upp­skar mikið lófa­klapp frá fund­ar­gest­um. 

Einn for­seta­fund­ur eft­ir

Aðeins einn for­seta­fund­ur er eft­ir í hring­ferðinni en hann verður á fimmtu­dag­inn, 23. maí, á Park Inn by Radis­son í Reykja­nes­bæ með Höllu Tóm­as­dótt­ur. Sá fund­ur verður klukk­an 19.30 eins og aðrir for­seta­fund­ir Morg­un­blaðsins.

Þegar er búið að halda for­seta­fundi með Jóni Gn­arr, Höllu Hrund Loga­dótt­ur, Baldri Þór­halls­syni og Katrínu Jak­obs­dótt­ur í öll­um lands­fjórðung­um. Iðulega hafa hátt í 200 manns sótt hverja fundi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert