Þórdís sendir engar samúðarkveðjur

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Utanríkisráðherra Íslands hyggst ekki senda Írönum samúðarkveðjur þrátt fyrir að bæði forseti landsins og starfsbróðir ráðherrans hafi látið lífið í flugslysi um helgina.

Ebra­him Raisi, for­seti Írans, og Hossein Amira­bdolla­hi­an, ut­an­rík­is­ráðherra Írans, lét­ust í þyrluslysi um helgina. Æðsti klerk­ur­ Írans, Ali Khameini, hef­ur lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna dauða Raisi.

„Ég hef ekki gert það og hyggst ekki gera það,“ svarar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra spurð hvort hún ætli að senda Írönum samúðarkveðjur.

Hún bendir aftur á móti á að slíkt verkefni falli oft í skaut forseta eða forsætisráðherra. Hún kveðst samt ekki vita hvort Bjarni Benediktsson forsætisráðherra eða Guðni Th. Jóhannesson forseti ætli að senda sínar samúðarkveðjur.

Áhersla á mannréttindi

„Mín áhersla gagnvart Íran hefur til að mynda verið að leggja áherslu á stöðu almennra borgara þar og við höfum tekið það upp til að mynda með ályktun sem við lögðum fram í mannréttindaráði SÞ ásamt Þýskalandi, með sérstakra áherslu á stöðu kvenna í kjölfar morðsins á Möshu Amini,“ útskýrir Þórdís Kolbrún.

Mahsa Amini, 22 ára kúrdísk kona, lést í kjölfar handtöku árið 2022. Hafði hún þá brotið gegn á ströng­um reglum Írana um notkun hijab-slæðu.

Álykt­un Íslands og Þýska­lands um að stofnuð yrði sjálf­stæð og óháð rannsóknarnefnd til að safna upp­lýsingum sem nýst gætu til að draga þá til ábyrgðar sem of­sótt hafa friðsama mótmæl­end­ur í Íran var í samþykkt af mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert