Ökumenn tveggja bíla voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Suðurlandsvegi við Hólmsá laust fyrir klukkan hálftólf í morgun.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu komu fólksbíll og pallbíll úr gagnstæðri átt þegar þeir rákust saman.
Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang ásamt einum dælubíl.
Ökumennirnir voru einir í bílunum. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsli þeirra eru, segir varðstjórinn.