Fjórir vilja reka parísarhjól

Fjórir aðilar hafa hug á að reka parísarhjól við höfnina.
Fjórir aðilar hafa hug á að reka parísarhjól við höfnina. Teikning/Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg bárust fjórar samstarfstillögur um rekstur á parísarhjóli á Miðbakka. Tillagan mun fara fyrir borgarráð á morgun, fimmtudag.

Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn mbl.is. 

Borgin auglýsti eftir samstarfsaðila í mars á þessu ári en hugmyndir um parísarhjólið voru kynntar af Degi B. Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóra, í september á síðasta ári. 

Verk­efnið á ræt­ur sín­ar í hug­mynda­vinnu inn­an borg­ar­inn­ar um haf­tengda upp­lif­un, en sá starfs­hóp­ur setti fram fjöl­marg­ar hug­mynd­ir um hvernig bæta mætti lífs­gæði borg­ar­búa og lýðheilsu.

Borgin leggur afnot af lóð til

Í aug­lýs­ingu borg­ar­inn­ar er gert ráð fyr­ir að mögu­leg­ur rekstr­araðili muni standa all­an straum af kostnaði við upp­setn­ingu og rekst­ur par­ís­ar­hjóls, en fram­lag borg­ar­inn­ar til sam­starfs­ins verði af­not af lóð Faxa­flóa­hafna í fyr­ir­fram ákveðinn tíma.

Svæðið sem borg­in gæti lagt til und­ir verk­efnið er 725 fer­metr­ar og þar ætti að vera hægt að koma fyr­ir 20 metra löng­um vagni með par­ís­ar­hjóli. Hæðar­tak­mörk eru 30 metr­ar. Þá er í aug­lýs­ingu gerðar kröf­ur um par­ís­ar­hjólið og ann­ar búnaður þoli ís­lensk­ar aðstæður þ.m.t. vindálag og jarðhrær­ing­ar.

Áætlað er að par­ís­ar­hjólið verði opið yfir sum­ar­tím­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert