Sex vikur orðnar að sextíu

Bílar á ferð um Sæbraut.
Bílar á ferð um Sæbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég gagnrýndi strax þegar endurskoðun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins var sett af stað hve aðkoma Alþingis að málinu átti að vera lítil,“ segir Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og 2. varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, í samtali við Morgunblaðið.

Hann vísar hér til þess að þegar ákveðið var að ráðast í endurskoðun sáttmálans vorið 2023 hafi átt að ljúka vinnunni eftir sex vikur, á sama tíma og Alþingi væri farið í sumarleyfi.

„Ég gagnrýndi að endurskoða ætti svona stóran og dýran sáttmála á meðan fjárveitingavaldið og löggjafarvaldið, sem er stefnumarkandi aðili í samgöngumálum, væri í fríi og ekki hægt að kynna málið fyrir þinginu. Á þessum 60 vikum sem endurskoðunin hefur tekið, en ekki 6 eins og ætlað var, hefur Alþingi fengið litlar sem engar upplýsingar um hver staða vinnunnar er eða hvað það er sem verið er að endurskoða,“ segir Vilhjálmur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka