Fagna niðurstöðu EFTA: Boltinn nú hjá héraðsdómi

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, er hæstánægður með niðurstöðu EFTA-dómstólsins.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, er hæstánægður með niðurstöðu EFTA-dómstólsins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Formaður Neyt­enda­sam­tak­anna fagn­ar niður­stöðu EFTA-dóm­stóls­ins í Vaxta­mál­inu svo­kallaða. Hann seg­ir úr­sk­urðinn sér­stak­lega mik­il­væg­an í ljósi þeirra miklu vaxta­hækk­an­anna sem vofa yfir neyt­end­um. Nú er aðeins beðið eft­ir því að héraðsdóm­ur felli dóm.

Orðalag skil­mála í láns­samn­ing­um banka með breyti­leg­um vöxt­um á Íslandi er ekki gegn­sætt, sam­kvæmt ráðgef­andi áliti sem EFTA-dóm­stóll­inn kvað upp í dag, en EFTA eru Fríversl­un­ar­sam­tök Evr­ópu.

„Við erum stór­kost­lega ánægð með þetta. EFTA-dóm­stóll­inn tek­ur und­ir all­ar okk­ar kröf­ur um að svona skil­mál­ar séu óskýr­ir og þar með séu þeir að ganga í ber­högg við til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins og ís­lensk lög,“ seg­ir Breki Karls­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna, í sam­tali við mbl.is.

Orðalag eins og „vext­ir á markaði“ og „breyt­ing­ar á fjár­mögn­un­ar­kostnaði …
Orðalag eins og „vext­ir á markaði“ og „breyt­ing­ar á fjár­mögn­un­ar­kostnaði bank­ans“ er ekki gagn­sætt að mati EFTA, jafn­vel þótt það sé mál­fræðilega skýrt og skilj­an­legt. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Meðalmaður geti skilið skil­mál­ana

Sam­tök­in skipu­lögðu rúm­lega 1.500 manna hóp­mál­sókn gegn Íslands­banka og Ari­on banka sem tekið er fyr­ir Héraðsdóm­um Reykja­vík­ur og Reykja­ness.

Í dómn­um er tekið fram að al­menn­ir neyt­end­ur yrðu með full­nægj­andi fyr­ir­sjá­an­leika að geta áttað sig á þeim skil­yrðum og þeirri málsmeðferð sem liggi til grund­vall­ar vaxta­breyt­ing­um.

„Lán með breyti­leg­um vöxt­um þarf að stand­ast það að vera gegn­sætt og skilj­an­legt, ekki bara mál­fræðilega held­ur líka skilj­an­legt hvaða af­leiðing­ar það get­ur haft fyr­ir sæmi­lega viti bor­inn mann,“ seg­ir Breki.

„Skil­mál­ar bank­anna og vaxta­breyt­ing­ar eins og þær eru fram­kvæmd­ar núna stand­ast ekki þess­ar kröf­ur.“

Einnig for­dæm­is­gef­andi fyr­ir líf­eyr­is­sjóði

Dóm­stóll­inn tók einnig fyr­ir mál Birg­is Þórs Gylfa­son­ar og Jór­unn­ar S. Grön­dal gegn Lands­bank­an­um og mál Elvu Dagg­ar Sverr­is­dótt­ur og Ólafs Viggós Sig­urðsson­ar gegn Íslands­banka.

Árið 2022 sendi Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur beiðni til EFTA-dóm­stóls­ins um ráðgef­andi álit um lög­mæti skil­mála fast­eignalána bank­anna. Nú er niðurstaða kom­in frá EFTA, sem þýðir að senni­lega megi bú­ast við niður­stöðu hér á landi.

Niðurstaðan í mál­inu mun aðallega hafa þýðingu fyr­ir þá sem tekið hafa fast­eignalán eft­ir að lög um fast­eigna lán til neyt­enda gengu í gildi þann 1. apríl 2017, að sögn Neyt­enda­sam­tak­anna.

En úr­sk­urður­inn hef­ur einnig for­dæm­is­gildi yfir lán­um líf­eyr­is­sjóða, seg­ir Breki.

„Þetta er svo mik­il­vægt mál fyr­ir neyt­end­ur, sér í lagi þegar holskefla vaxta­hæk­anna vof­ir yfir fólki. Þá eru þess­ar vaxta­hækk­an­ir ekki sam­rýman­leg­ar lög­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert