Halla Tómasdóttir þykir hafa staðið sig best í umræðunni í aðdraganda forsetakosninganna að mati svarenda í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Spurt var: Hver hefur staðið sig best í umræðunni undanfarið?
28 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu að Halla hefði staðið sig best. Katrín Jakobsdóttir kom næst með 21 prósent, Baldur Þórhallsson kom þar á eftir með 15 prósent, Halla Hrund Logadóttir 12 prósent, Arnar Þór Jónsson 8 prósent, Jón Gnarr 7 prósent og aðrir minna, að því er RÚV greindi frá.
Yngra fólki þykir Halla Tómasdóttir hafa staðið sig best í umræðunni en eldra fólk telur að Katrín hafði staðið sig best.
Það eru fleiri konur en karlar sem þykir þau Halla Tómasdóttir, Katrín og Baldur hafi staðið sig best en því er öfugt farið hjá Höllu Hrund, Arnari Þór og Jóni Gnarr.
Þá var spurt hversu vel eða illa hefur þú fylgst með kosningabaráttunni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi og svöruðu um sex af hverjum tíu að þeir hafi fylgst vel með.