Kató víkur fyrir tveimur einbýlishúsum og fjölbýli

Kató í Hafnarfirði.
Kató í Hafnarfirði. mbl.is/LMS

Niðurrif á byggingunni sem áður hýsti skóla St. Jósefssystra í Hafnarfirði, og þekkt er undir nafninu Kató, er í þann veg að hefjast. Samþykki fyrir niðurrifi hlaust 29. apríl. Húsið, sem stendur á móti St. Jósefsspítala á Suðurgötu, hefur staðið autt í þó nokkur ár. Fyrst var sótt um deiliskipulagsbreytingu vegna hússins árið 2022.

Í samtali við Morgunblaðið segir Eva Ósk Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar, að til standi að reisa á lóðinni tvö einbýlishús og eitt keðjuhús sem í verða alls 15 íbúðir.

Húsið var byggt fyrir árið 1940 og af þeim sökum þurfti að leita eftir umsögn frá Minjastofnun eins og reglur kveða á um.

Einnig þurfti samþykki frá heilbrigðiseftirlitinu vegna þeirrar förgunar sem mun eiga sér stað er niðurrifið hefst.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka