Samningar ógagnsæir: Neytendur verða að skilja þá

EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að orðalag skilmála í lánssamningum banka með breytilegum vöxtum á Íslandi sé ekki gegnsætt. Almennir neytendur verði með fullnægjandi fyrirsjáanleika getað áttað sig á þeim skilyrðum og þeirri málsmeðferð sem liggi til grundvallar vaxtabreytingum. 

Þetta kemur fram dómum sem kveðnir voru upp í dag. Um er að ræða mál Birgis Þórs Gylfasonar og Jórunnar S. Gröndal gegn Landsbankanum, mál Elvu Daggar Sverrisdóttur og Ólafs Viggós Sigurðssonar gegn Íslandsbanka og mál Neytendastofu gegn Íslandsbanka.

Dómurinn í heild

Með dómunum veitti EFTA-dómstóllinn svör við spurningum um túlkun staðlaðra skilmála í lánssamningum með breytilegum vöxtum.

Snerust málin um það hvort fasteignalánatilskipunin og tilskipun 93/13 um óréttmæta skilmála fyrirbyggi notkun tiltekinna skilmála um breytilega vexti í samningum um fasteignalán til neytenda.

Almennir neytendur verða að skilja skilmálana

EFTA-dómstóllinn segir að varðandi þær skýrleikakröfur sem gera verði til samningsskilmála um breytilega vexti í fasteignalánasamningi að túlka verði 5. gr. tilskipunar 93/13 þannig að ekki aðeins skuli slíkur skilmáli vera formlega og málfræðilega skiljanlegur, heldur einnig gera hinum almenna neytanda, sem teljist sæmilega vel upplýstur, athugull og forsjáll, kleift að skilja þá tilteknu aðferð sem beitt er við ákvörðun vaxtanna.

„Neytandinn þarf að vera í aðstöðu til að meta, út frá skýrum, hlutlægum og skiljanlegum viðmiðum, mögulega umtalsverðar afleiðingar slíks skilmála á fjárhagslegar skuldbindingar sínar,“ segir í fréttatilkynningu frá dómstólnum.

„Var talið að orðalag eins og það sem birtist í …
„Var talið að orðalag eins og það sem birtist í skilmálunum sem til umfjöllunar eru í málunum, eins og „vextir á markaði“ og „breytingar á fjármögnunarkostnaði bankans“ sé ekki gagnsætt, jafnvel þótt það sé málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Einnig mælir það gegn skýrleika samningsskilmálanna sem deilt er um að þeir hafi að geyma hugtakið „meðal annars“. Ljósmynd/Colourbox

Gert ókleift að átta sig á afleiðingum samningsskilmálans

Bent er á, að til að skilyrði 3. gr. tilskipunar 93/13 sé fullnægt, að EFTA-dómstóllinn hafi talið að við mat á skilmála sem heimili bankanum að breyta vöxtum einhliða sé grundvallaratriði að fyrst sé gætt að því hvort slíkar vaxtabreytingar séu gerðar þannig að hinn almenni neytandi geti með fullnægjandi fyrirsjáanleika áttað sig á þeim skilyrðum og þeirri málsmeðferð sem liggja til grundvallar vaxtabreytingunni.

„Um skilmála um breytilega vexti sem á reynir í málunum benti EFTA-dómstóllinn á að almennar vísanir til ófyrirséðrar mögulegrar hækkunar kostnaðar lánveitanda séu eðli málsins samkvæmt ósannreynanlegar fyrir hinn almenna neytanda. Með notkun slíkra þátta sé sæmilega forsjálum neytanda gert ókleift að átta sig á afleiðingum samningsskilmálans fyrir fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Var talið að orðalag eins og það sem birtist í skilmálunum sem til umfjöllunar eru í málunum, eins og „vextir á markaði“ og „breytingar á fjármögnunarkostnaði bankans“ sé ekki gagnsætt, jafnvel þótt það sé málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Einnig mælir það gegn skýrleika samningsskilmálanna sem deilt er um að þeir hafi að geyma hugtakið „meðal annars“. Eðli málsins samkvæmt gerir hugtakið ráð fyrir að tekið sé tillit til viðmiða sem neytandi þekkir ekki til við gerð samningsins. Með fyrirvara um að landsdómstólar sannreyni efni þeirra, virðist líklegt að slíkir samningsskilmálar kunni að valda umtalsverðu ójafnvægi réttinda og skyldna milli samningsaðila,“ segir í samantektinni.

Landsdómstóla að skera úr um hvort skilmálar uppfylli kröfur

Þá komst  EFTA-dómstóllinn einnig að þeirri niðurstöðu að það sé landsdómstóla að skera úr um hvort skilmálar samnings um fasteignalán með breytilegum vöxtum uppfylli kröfur tilskipunar 93/13 um góða trú, jafnvægi og gagnsæi.

Mat á því hvort samningsskilmáli sé óréttmætur skuli taka tillit til efnis samningsins, meðal annars til sérstöðu fasteignalánasamninga og þeirrar ríku neytendaverndar sem um þá gildi.

„Skilmálar eins og þeir sem deilt er um í málunum verða að teljast óréttmætir ef þeir valda umtalsverðu ójafnvægi réttinda og skyldna milli samningsaðila samkvæmt samningnum, neytanda til tjóns.“

Tilkynning frá Neytendasamtökunum vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka