Samningar ógagnsæir: Neytendur verða að skilja þá

EFTA-dóm­stóll­inn hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að orðalag skil­mála í láns­samn­ing­um banka með breyti­leg­um vöxt­um á Íslandi sé ekki gegn­sætt. Al­menn­ir neyt­end­ur verði með full­nægj­andi fyr­ir­sjá­an­leika getað áttað sig á þeim skil­yrðum og þeirri málsmeðferð sem liggi til grund­vall­ar vaxta­breyt­ing­um. 

Þetta kem­ur fram dóm­um sem kveðnir voru upp í dag. Um er að ræða mál Birg­is Þórs Gylfa­son­ar og Jór­unn­ar S. Grön­dal gegn Lands­bank­an­um, mál Elvu Dagg­ar Sverr­is­dótt­ur og Ólafs Viggós Sig­urðsson­ar gegn Íslands­banka og mál Neyt­enda­stofu gegn Íslands­banka.

Dóm­ur­inn í heild

Með dóm­un­um veitti EFTA-dóm­stóll­inn svör við spurn­ing­um um túlk­un staðlaðra skil­mála í láns­samn­ing­um með breyti­leg­um vöxt­um.

Sner­ust mál­in um það hvort fast­eignalána­til­skip­un­in og til­skip­un 93/​13 um órétt­mæta skil­mála fyr­ir­byggi notk­un til­tek­inna skil­mála um breyti­lega vexti í samn­ing­um um fast­eignalán til neyt­enda.

Al­menn­ir neyt­end­ur verða að skilja skil­mál­ana

EFTA-dóm­stóll­inn seg­ir að varðandi þær skýr­leika­kröf­ur sem gera verði til samn­ings­skil­mála um breyti­lega vexti í fast­eignalána­samn­ingi að túlka verði 5. gr. til­skip­un­ar 93/​13 þannig að ekki aðeins skuli slík­ur skil­máli vera form­lega og mál­fræðilega skilj­an­leg­ur, held­ur einnig gera hinum al­menna neyt­anda, sem telj­ist sæmi­lega vel upp­lýst­ur, at­hug­ull og for­sjáll, kleift að skilja þá til­teknu aðferð sem beitt er við ákvörðun vaxt­anna.

„Neyt­and­inn þarf að vera í aðstöðu til að meta, út frá skýr­um, hlut­læg­um og skilj­an­leg­um viðmiðum, mögu­lega um­tals­verðar af­leiðing­ar slíks skil­mála á fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá dóm­stóln­um.

„Var talið að orðalag eins og það sem birtist í …
„Var talið að orðalag eins og það sem birt­ist í skil­mál­un­um sem til um­fjöll­un­ar eru í mál­un­um, eins og „vext­ir á markaði“ og „breyt­ing­ar á fjár­mögn­un­ar­kostnaði bank­ans“ sé ekki gagn­sætt, jafn­vel þótt það sé mál­fræðilega skýrt og skilj­an­legt. Einnig mæl­ir það gegn skýr­leika samn­ings­skil­mál­anna sem deilt er um að þeir hafi að geyma hug­takið „meðal ann­ars“. Ljós­mynd/​Colour­box

Gert ókleift að átta sig á af­leiðing­um samn­ings­skil­mál­ans

Bent er á, að til að skil­yrði 3. gr. til­skip­un­ar 93/​13 sé full­nægt, að EFTA-dóm­stóll­inn hafi talið að við mat á skil­mála sem heim­ili bank­an­um að breyta vöxt­um ein­hliða sé grund­vall­ar­atriði að fyrst sé gætt að því hvort slík­ar vaxta­breyt­ing­ar séu gerðar þannig að hinn al­menni neyt­andi geti með full­nægj­andi fyr­ir­sjá­an­leika áttað sig á þeim skil­yrðum og þeirri málsmeðferð sem liggja til grund­vall­ar vaxta­breyt­ing­unni.

„Um skil­mála um breyti­lega vexti sem á reyn­ir í mál­un­um benti EFTA-dóm­stóll­inn á að al­menn­ar vís­an­ir til ófyr­ir­séðrar mögu­legr­ar hækk­un­ar kostnaðar lán­veit­anda séu eðli máls­ins sam­kvæmt ósann­reyn­an­leg­ar fyr­ir hinn al­menna neyt­anda. Með notk­un slíkra þátta sé sæmi­lega for­sjál­um neyt­anda gert ókleift að átta sig á af­leiðing­um samn­ings­skil­mál­ans fyr­ir fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar. Var talið að orðalag eins og það sem birt­ist í skil­mál­un­um sem til um­fjöll­un­ar eru í mál­un­um, eins og „vext­ir á markaði“ og „breyt­ing­ar á fjár­mögn­un­ar­kostnaði bank­ans“ sé ekki gagn­sætt, jafn­vel þótt það sé mál­fræðilega skýrt og skilj­an­legt. Einnig mæl­ir það gegn skýr­leika samn­ings­skil­mál­anna sem deilt er um að þeir hafi að geyma hug­takið „meðal ann­ars“. Eðli máls­ins sam­kvæmt ger­ir hug­takið ráð fyr­ir að tekið sé til­lit til viðmiða sem neyt­andi þekk­ir ekki til við gerð samn­ings­ins. Með fyr­ir­vara um að lands­dóm­stól­ar sann­reyni efni þeirra, virðist lík­legt að slík­ir samn­ings­skil­mál­ar kunni að valda um­tals­verðu ójafn­vægi rétt­inda og skyldna milli samn­ingsaðila,“ seg­ir í sam­an­tekt­inni.

Lands­dóm­stóla að skera úr um hvort skil­mál­ar upp­fylli kröf­ur

Þá komst  EFTA-dóm­stóll­inn einnig að þeirri niður­stöðu að það sé lands­dóm­stóla að skera úr um hvort skil­mál­ar samn­ings um fast­eignalán með breyti­leg­um vöxt­um upp­fylli kröf­ur til­skip­un­ar 93/​13 um góða trú, jafn­vægi og gagn­sæi.

Mat á því hvort samn­ings­skil­máli sé órétt­mæt­ur skuli taka til­lit til efn­is samn­ings­ins, meðal ann­ars til sér­stöðu fast­eignalána­samn­inga og þeirr­ar ríku neyt­enda­vernd­ar sem um þá gildi.

„Skil­mál­ar eins og þeir sem deilt er um í mál­un­um verða að telj­ast órétt­mæt­ir ef þeir valda um­tals­verðu ójafn­vægi rétt­inda og skyldna milli samn­ingsaðila sam­kvæmt samn­ingn­um, neyt­anda til tjóns.“

Til­kynn­ing frá Neyt­enda­sam­tök­un­um vegna máls­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert