Vaxtaákvæðin standist lög sama hvað EFTA segir

Orðalag eins og „vext­ir á markaði“ og „breyt­ing­ar á fjár­mögn­un­ar­kostnaði …
Orðalag eins og „vext­ir á markaði“ og „breyt­ing­ar á fjár­mögn­un­ar­kostnaði bank­ans“ er ekki gagn­sætt að mati EFTA. mbl.is/sisi

Lands­bank­inn tel­ur vaxta­breyt­inga­ákvæði sín enn stand­ast ís­lensk lög, þrátt fyr­ir að dóm­stóll EFTA kveði þau ógagn­sæ. Það sé ís­lenskra dóm­stóla dæma um gildi vaxta­breyt­inga­ákvæða í fast­eignalán­um hér á landi, ekki EFTA-dóm­stóls­ins.

Orðalag skil­mála í láns­samn­ing­um banka með breyti­leg­um vöxt­um á Íslandi er ekki gegn­sætt, sam­kvæmt ráðgef­andi áliti sem EFTA-dóm­stóll­inn kvað upp í dag, en EFTA eru Fríversl­un­arsam­tök Evr­ópu.

Álitið var veitt að beiðni héraðsdóms í tveim­ur dóms­mál­um sem höfðuð hafa verið gegn Lands­bank­an­um, ann­ars veg­ar, og Íslands­banka, hins veg­ar. Mál­in varða samn­ings­ákvæði um for­send­ur fyr­ir breyt­ing­um á vöxt­um fast­eignalána.

Formaður Neyt­enda­sam­tak­anna sagðist í sam­tali við mbl.is vera sátt­ur við niður­stöðu EFTA-dóm­stóls­ins. Dóms­málið verður tekið til áfram­hald­andi meðferðar hjá Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

Sérregla í ís­lensk­um lög­um

Álit EFTA-fel­ur m.a. í sér túlk­un á ákvæði fast­eignalána­til­skip­un­ar 2014/​17/​EBE um for­send­ur fyr­ir vaxta­breyt­ing­um fast­eignalána. 

Lands­bank­inn bend­ir aft­ur á móti á í til­kynn­ingu að ákvæði hafi verið inn­leitt í ís­lensk lög, þ.e. lög nr. 118/​2016 um fast­eignalán til neyt­enda. Íslensku lög­in hafi jafn­framt að geyma sérreglu um skil­yrði fyr­ir vaxta­breyt­ing­um sem ekki er að finna í fast­eignalána­til­skip­un­inni.

Bank­inn bend­ir á að í álit­inu sé kom­ist að þeirri niður­stöðu að til greina komi að styðjast við aðrar for­send­ur við vaxta­breyt­ing­ar en viðmiðun­ar­vísi­töl­ur eða viðmiðun­ar­vexti og ættu kröf­ur um skýr­leika, aðgengi­leika, hlut­lægni og sann­reyn­an­leika jafn­framt við um slíka þætti.

„Þá geri fast­eignalána­til­skip­un­in þá kröfu að skil­mál­ar og upp­lýs­ing­ar sem neyt­anda eru veitt­ar skuli vera form­lega og mál­fræðilega skilj­an­leg­ar og gera neyt­anda kleift að skilja þá aðferð sem beitt er við ákvörðun vaxta þannig að neyt­andi verði í aðstöðu til að meta fjár­hags­leg­ar af­leiðing­ar samn­ings fyr­ir sig,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kröf­ur laga upp­fyllt­ar?

Í niður­stöðu dóm­stóls­ins er aft­ur á móti ekki kveðið á um að vaxta­breyt­ing­ar­á­kvæðið í fast­eignalán­um Lands­bank­ans upp­fylli ekki fram­an­greind­ar kröf­ur, bend­ir bank­inn á. Það sé því mat bank­ans að kröf­ur ís­lenskra laga séu upp­fyllt­ar.

EFTA-dóm­stóll­inn tek­ur held­ur ekki end­an­lega af­stöðu til þess hvort Lands­bank­inn hafi upp­fyllt kröf­ur um ít­ar­lega upp­lýs­inga­gjöf og skýr, hlut­læg og skilj­an­leg viðmið þannig að neyt­andi geti metið af­leiðing­ar skil­mála um fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar. Það er mat bank­ans að þær kröf­ur séu upp­fyllt­ar.

Niðurstaðan í mál­inu mun aðallega hafa þýðingu fyr­ir þá sem tekið hafa fast­eignalán eft­ir að lög um fast­eigna lán til neyt­enda gengu í gildi þann 1. apríl 2017, að sögn Neyt­enda­sam­tak­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert