Ákvörðun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að snúa við fyrri ákvörðun um byggingarmál skólanna í Laugardal kom flatt upp á foreldra barna í Laugarnesskóla og er illa rökstudd og foreldrar sjá engan veginn gild rök fyrir henni.
Þetta segir Grétar Már Axelsson, gjaldkeri foreldrafélags Laugarnesskóla, í samtali við Morgunblaðið.
Mikill kurr er meðal foreldra skólabarna í hverfinu vegna áforma borgaryfirvalda um að byggja nýjan unglingaskóla þar en falla frá fyrri ákvörðun um að byggja við skólana þrjá sem í hverfinu eru, Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.