Álit AGS tekur ekki tillit til fjárlaga

Sigurður Ingi segir að álit AGS sé frekar jákvætt.
Sigurður Ingi segir að álit AGS sé frekar jákvætt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Álit sendi­nefnd­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (AGS) um að þörf sé frek­ara aðhaldi í rík­is­rekstri tek­ur ekki til­lit til fjár­laga næsta árs, þar sem þau hafa ekki verið lög­fest.

Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í sam­tali við mbl.is að rík­is­stjórn­ar­fundi lokn­um.

Í áliti sendi­nefnd­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins kom meðal ann­ars fram að á næstu fimm árum gæti ríkið þurft að fara í aðhaldsaðgerðir sem nemi 1,0 til 1,5% af lands­fram­leiðslu til að ná mark­miðum sín­um. Einnig ætti að verja öll­um tekj­um rík­is­ins um­fram spár í op­in­ber­an sparnað.

Já­kvætt álit að hans mati

„Skýr­ing­in á því [álit um aukið aðhald] er að þeir taka ekki til­lit til þess sem við erum með – þetta hef­ur komið fyr­ir áður – að þeir þurfa að sjá lög­fest­ar ákv­arðanir, fjár­lög næsta árs. Þannig ef við tök­um skoðun þeirra fyr­ir einu ári þá var ná­kvæm­lega sama umræðan, sem að síðan raun­gerðist að það var eng­inn mun­ur á, þar sem við fram­kvæmd­um það sem við sögðumst ætla gera. Ef við ger­um það, sem við ætl­um, þá er nán­ast eng­inn mun­ur á þessu mati þeirra – sem er frek­ar já­kvætt,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Búið er að kynna fjár­mála­áætl­un 2025-2029 en þar eru óút­færð út­gjöld sem verða svo út­færð í fjár­lög­um sem verða lög­fest. 

Munu styðjast við til­lög­ur AGS

Sig­urður seg­ir að rík­is­stjórn­in muni styðjast við til­lög­ur AGS og seg­ir að það hafi ávallt verið gert. Þó verði ekki endi­lega fylgt öll­um ábend­ing­um.

„Ég átti góðan fund með sendi­nefnd­inni fyr­ir helgi og hún er ánægð með þá stöðu sem efna­hags­mál­in eru í á Íslandi. Það aðhald sem pen­inga­mál Seðlabank­ans og op­in­ber fjár­mál rík­is­stjórn­ar hafa náð, hafa þá trú að við séum að fara sjá niður verðbólg­una og að það séu aukn­ar lík­ur á mjúkri lend­ingu efna­hags­lífs­ins með minni hag­vexti og aðlög­un að meira jafn­vægi. Þeir benda auðvitað líka á áskor­an­ir,“ seg­ir Sig­urður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert