Fjölmennasta útskrift Tækniskólans frá upphafi

Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans.
Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans. Ljósmynd/Aðsend

Fjölmennasta útskrift Tækniskólans fór fram í gær í Hörpu. Brautskráðir nemendur voru 581 af 53 námsbrautum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tækniskólanum.

Jóhanna Bárðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í rafveituvirkjun.

Guðrún Inga Guðbrandsdóttir útskrifaðist sem meistari í úrsmíði með 10 í meðaleinkunn. Hún hlaut verðlaun frá Samtökum iðnaðarins fyrir framúrskarandi námsárangur í Meist­ara­skól­anum.

Kristófer Helgi Antonsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á tölvubraut. Kristófer hefur meðal annars keppt á Ólympíuleikunum í forritun. 

Samfélag fjölbreytileikans

Þar segir að nemendur settu sinn svip á útskriftina með tónlistarflutningi, ræðuhöldum og handverki. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari og Guðrún Randalín aðstoðarskólameistari klæddust kjólum sem nemendur í kjólsaumi höfðu hannað og saumað fyrir þær. 

„Ég er svo stolt að tilheyra því samfélagi sem þessi skóli er, samfélagi fjölbreytileikans. Skóla sem gegnir svo mikilvægu hlutverki á Íslandi,“ sagði Hildur í hátíðarræðu sinni í Hörpu í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert