Fýluferðarkjósendur skiluðu sér ekki allir

Frá utankjörfundaratkvæðagreiðslunni á Gran Canaria í dag.
Frá utankjörfundaratkvæðagreiðslunni á Gran Canaria í dag. Ljósmynd/Aðsend

Utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla á Gran Can­aria á Kana­ríeyj­um fór fram á veit­ingastaðnum Why Not Lago og gekk vel, að sögn Guðbjarg­ar Bjarna­dótt­ur, eig­anda Why Not Lago, í sam­tali við mbl.is. Þá kusu 41 utan­kjör­fund­ar á Gran Can­aria í dag og 15 á miðviku­dag.  

Guðbjörg seg­ir at­kvæðagreiðsluna hafa gengið vel en að ekki hefðu all­ir skilað sér á kjörstað sem fóru í fýlu­ferð að kjósa fyr­ir viku síðan. Ýmist hafi fólk ekki lagt í að gera sér aðra ferð til að kjósa eða hafi verið farið í frí annað.

„Það mega all­ir vera glaðir, þetta tókst og við erum með og það er það sem skipt­ir máli,“ seg­ir Guðbjörg.

Reynd­ist erfitt að halda at­kvæðagreiðsluna

Mik­ill vand­ræðagang­ur hef­ur verið að halda utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsluna á Kana­ríeyj­um. Fyrst um sinn reynd­ust kjör­seðlarn­ir of fáir, og bár­ust aðeins 40 kjör­seðlar fyr­ir eyj­arn­ar all­ar.

Á föstu­dag­inn fyr­ir viku fóru nokkr­ir Íslend­ing­ar í fýlu­ferð á kjörstað á Kana­ríeyj­um vegna skorts á kjör­seðlum. Guðbjörg seg­ir að þá hafi á bil­inu 70 til 80 manns mætt á kjörstað á Gran Can­aria sem ekki fengu að kjósa.

Aft­ur þurfti að fresta at­kvæðagreiðslu eft­ir að 100 kjör­seðlar virt­ust týnd­ir, þeir komu þó fljót­lega í leit­irn­ar og fund­ust í flokk­un­ar­stöð DHL í Madríd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert