Gæti farið illa með virði ríkisbankanna

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég veit ekki hvernig þetta fer með virði rík­is­bank­anna að hafa gert þetta svona illa.“

Þetta seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, í sam­tali við mbl.is um ný­legt álit EFTA-dóm­stóls­ins sem birt var í gær.

Í álit­inu kem­ur fram að skil­mál­ar fyr­ir lán með breytt­um vöxt­um þurfi að vera skýr­ir og að orðalag skil­mála í ís­lensk­um bönk­um sé ógagn­sætt.

Álitið varðar m.a. 1.500 manna mál­sókn Neyt­enda­sam­tak­anna gegn Lands­bank­an­um og Íslands­banka.

Virðir Íslands­banka þurft að þola nóg

Dóm­stól­inn set­ur þó þann fyr­ir­vara á að það sé ís­lenskra dóm­stóla að meta hvort niðurstaða EFTA sam­ræm­ist ís­lensk­um lög­um. Málið er tekið fyr­ir í Héraðsdómi, sem ligg­ur nú yfir ein­stök­um lána­skil­mál­um til að meta hvort þeir séu nægi­lega skýr­ir.

„Ég held að það sé lík­legra en ekki að þeir verði fundn­ir óskýr­ir,“ seg­ir Björn Leví um skil­mál­ana.

Björn Leví býst við því að upp komi fleiri mál í tengsl­um við lána­skil­mála, sér­stak­lega ef ís­lensk­ir dóm­stól­ar kom­ast að þeirri niður­stöðu að skil­mál­arn­ir hafi verið óskýr­ir. „Stærðin á því er mögu­lega eitt­hvað stjarn­fræðilegt,“ bæt­ir hann við.

Sam­kvæmt árs­reikn­ing­um áætla ban­k­arn­ir áætla að und­ir­liggj­andi hags­mun­ir í dóms­mál­un­um nema um 30 millj­örðum króna, eins og lögmaður lán­taka benti á í viðtali við mbl.is. 

„Ofan í þetta er Íslands­banki hluti af þessu mengi. Nógu mikið hef­ur hann minnkað í virði eft­ir sölu­klúðrið síðast og rann­sókn­ina sem er í gangi,“ bend­ir pírat­inn á að síðustu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert