Lagaumhverfið mótsagnakennt

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ræddi við mbl.is um lagaumhverfi …
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ræddi við mbl.is um lagaumhverfi áfengissölu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn Leví, þingmaður Pírata, segir lagaumhverfið í kringum smásölu áfengis vera mótsagnakennt. Hagkaup hyggst hefja smásölu áfengis í næsta mánuði.

Forsvarsmenn ÁTVR segjast ósáttir við „óljósa“ lagaumhverfið í kringum netsölu áfengis. „Mér finnst þetta mótsagnakennt lagaumhverfi frekar,“ svarar Björn Leví spurður hvort honum finnist lagaumhverfið óskýrt.

Hann bendir á að íslenskt lagaumhverfi leyfi ekki smásölu áfengis það sé jafnframt brot á jafnræðisreglu EES að leyfa erlendum verslunum að selja á íslandi þegar íslenskum söluaðilum er það óheimilt.

Sumir smásalar áfengis hafa nýtt sér þá lagasmugu að stofna erlent fyrirtæki til að selja vín hér á landi. Til dæmis stofnaði eigandi Sante fyrirtækið í Frakklandi, þó svo að vörurnar séu allar seldar hérlendis.

Dómstóla myndu kveða söluna ólöglega

Kærur hafa borist á borð lögreglu en hafa síðan setið þar ósnertar um árabil. ÁTVR hefur áður farið fram með dómsmál í tengslum við netverslun áfengis en því var vísað frá, að sögn stofnunarinnar.

„Lögreglan segir okkur að hún hafi í rauninni ekki mannaflan til að sinna þessu. Ég held að málið tapist í rauninni á íslandi hvort svona vefsala sé leyfileg. Ég held að íslenskir dómstólar mundu alltaf segja: Nei, þetta er ekki leyfilegt,“ segir Björn Leví.

Aftur á móti myndi EFTA-dómstóll líklega kveða íslensk stjórnvöld brjóta á jafnræðislögum.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði við mbl.is í dag að loknum ríkistjórnarfundi að verja einkasölu ÁTVR vegna lýðheilsusjónarmiða. Björn Leví tekur vissulega undir það að einokun ríkisins í smásölu áfengis geti telist sem tól til að huga lýðheilsu, en þó sé hægt að fara aðrar leiðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert