Leitaði skjóls hjá lögreglunni

Páfagaukurinn nýtur húsaskjóls hjá lögreglunni, enda ekki hundi sigandi þessa …
Páfagaukurinn nýtur húsaskjóls hjá lögreglunni, enda ekki hundi sigandi þessa stundina. Ljósmynd/Lögreglan

Lög­regl­an fæst við marg­vís­leg störf frá degi til dags, þannig rataði páfa­gauk­ur til lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu fyrr í dag. Skaut lög­regl­an skjóls­húsi yfir hann.

Þetta kem­ur fram í Face­book-færslu frá lög­regl­unni. Lög­regl­an hafði í nægu að snú­ast í dag að því er fram kom í dag­bók lög­reglu, inn­brot, vopna­laga­brot og trampólín á ferð á flugi. 

Kann­ist eig­andi við fugl­inn er hon­um bent á að vitja hans í af­greiðslu lög­reglu­stöðvar­inn­ar á Hverf­is­götu 113. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert