Verslunin Nettó mun ekki fylgja á eftir Hagkaup og opna netverslun með áfengi á næstunni.
Í skriflegu svari til mbl.is segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, að verslunin hafi lengi haft alla innviði tilbúna til að hefja sölu áfengis í netverslun.
Hins vegar sé ekki talið tímabært að hefja hana á meðan löggjöfin hvað varðar sölu áfengis með þessum hætti sé enn óskýr.
Segir Gunnur að Samkaup hafi fundið fyrir miklum áhuga fólks á möguleikanum og komi það á óvart hversu lengi það hefur tekið að eyða þessari óvissu með afgerandi ákvörðun stjórnvalda.