Norðmenn tóku þátt í máli íslensku bankanna

Norska ríkið sendi inn greinagerð í máli sem EFTA dómstóllinn …
Norska ríkið sendi inn greinagerð í máli sem EFTA dómstóllinn tók fyrir.

Norska ríkið lagði fram greina­gerð í áliti EFTA-dóm­stóls­ins þar sem ís­lensk­ir dóm­stól­ar leituðu álits hans á lána­skil­mál­um tveggja ís­lenskra banka. Álit dóm­stóls­ins var á þann veg að óskýr­leiki lægi að baki vaxta­ákvörðunum bank­anna.  

Norðmenn eru í sam­bæri­legri stöðu og Ísland hvað það varðar að landið stend­ur utan ESB en er aðili að EES og EFTA. 

Norðmenn sendu inn grein­ar­gerð í mál­inu sök­um þess að þarlend­ir bank­ar eru að ein­hverju leyti með svipaða lána­skil­mála og þeir ís­lensku.  

Hef­ur áhrif á Norðmenn 

Jóna Björk Guðna­dótt­ir, yf­ir­lög­fræðing­ur Sam­taka fyr­ir­tækja í fjár­málaþjón­ustu (SFF), seg­ir að hún geri ráð fyr­ir að álit EFTA-dóm­stóls­ins hafi áhrif á norska banka. 

„Nor­eg­ur þarf að taka til­lit til niður­stöðu ráðgef­andi álits EFTA-dóm­stóls­ins líkt og Ísland,“ seg­ir Jóna. 

Hún bæt­ir því þó við að eng­in dóms­mál séu í gangi í Nor­egi um skýr­leika lána­skil­mála. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert