Nýstúdentar MB kveðja annað heimili sitt

Nýstúdentar Menntaskóla Borgarfjarðar.
Nýstúdentar Menntaskóla Borgarfjarðar. Ljósmynd/Aðsend

Menntaskóli Borgarfjarðar brautskráði 34 nemendur fyrr í dag. Skólameistari og nemendur fluttu ávörp og viðurkenningar og verðlaun afhent.  

Kolbrún Líf Lárudóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskrifanema og er haft eftir henni í tilkynningu:

„Þessi þrjú ár sem að ég hef verið í MB hafa verið krefjandi, fjölbreytt, skemtileg en fyrst og fremst stútfull af æðislegum minningum og upplifunum. Ég held að ég tali fyrir hönd allra nemenda þegar ég segi að MB sé eins og annað heimili okkar, nema kannski með aðeins fleiri sófum til þess að leggja sig í.“

Félags- og vinnumálaráðherra lét sjá sig

Að þessu sinni voru 4 nemendur af náttúrufræðibraut brautskráðir, 8 af félagsfræðibraut, 2 af íþróttafræðibraut - náttúrufræðisviði, 1 af íþróttafræðibraut - félagsfræðasviði, 14 af opinni braut og 5 með viðbótarnám til stúdentspróf, segir í tilkynningu.  

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, flutti gestaávarp og talaði um mikilvægi skóla í að auka þroska, víkka sjóndeildarhringinn og til þess að finna sjálfan sig. 

Þorkell Máni Einarsson flutti ávarp tíu ára stúdents og hvatti nemendur til þess að elta drauma sína og Bragi Þór Svavarsson skólameistari óskaði útskriftanemum gæfu og góðs gengis. 

Félags- og vinnumálaráðherra hélt tölu.
Félags- og vinnumálaráðherra hélt tölu. Ljósmynd/Aðsend

Flutningur sem snerti hug og hjörtu áhorfenda

Tara Helgadóttir og Edda María Jónsdóttir nýstúdentar fluttu tónlistaratriði við brautskráningu sem snerti hug og hjörtu áhorfenda, segir enn fremur í tilkynningu. 

Verðalun fyrir bestan námsárangur á stúdentsbraut hlaut Unnur Björg Ómarsdóttir með einkunnina 8,94 og fékk viðurkenningu frá Arion banka fyrir. 

Flutningurinn snerti hug og hjörtu áhorfenda.
Flutningurinn snerti hug og hjörtu áhorfenda. Ljósmynd/Aðsend

Eftirfarandi hlutu verðlaun og/eða viðurkenningu við brautskráningu: 

Díana Dóra B. Elínardóttir fékk viðurkenningu fyrir lokaverkefni ársins 2024.

Edda María Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda gefin af Borgarbyggð.

Elfa Dögg Magnúsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í Dönsku frá Danska Sendiráðinu. Eins veitti Menntaskóli Borgarfjarðar Elfu verðlaunin Sjálfstæði – færni – framfarir sem byggja á einkunnarorðum skólans.

Halldór Grétar Sigurbjörnsson fékk hvatningarverðlaun sem Límtré Vírnet gefur og eru veitt dreng sem hefur sýnt, þrautseigju og framfarir í námi.

Isabella Sigrún fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í íþróttagreinum sem Sjóvá veitir.

Kolbrún Líf Lárudóttir fékk viðurkenningu fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda gefin af Borgarbyggð.

Lisbeth Inga Kristófersdóttir fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur í íslensku sem eru gefin af Kvenfélagi Borgarnes.

María Caroline Guðmundsdóttir fékk hvatningarverðlaun Zontaklúbbs Borgarfjarðar, sem eru veitt stúlku sem hefur sýnt, þrautseigju og framfarir í námi.

Ólöf Inga Sigurjónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda gefin af Borgarbyggð.

Tara Björk Helgadóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í náttúruvísindum sem Íslenska Gámafélagið gaf.

Unnur Björg Ómarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir lokaverkefni 2024. Einnig veitti Kaupfélag Borgfirðinga Unni verðlaun fyrir góðan árangur í félagsgreinum. Unnur hlaut Menntaverðlaun Háskóla Íslands sem eru veitt einstaklingi sem hefur sýnt góðan árangur á stúdentsprófi. Að lokum veitti Arion banki Unni verðlaun fyrir besta samanlagða árangur á stúdentsprófi.

Kátína við brautskráningu.
Kátína við brautskráningu. Ljósmynd/Aðsend
Nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftanema.
Nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftanema. Ljósmynd/Aðsend
Sumir kvöddu skólann með faðminn fullan af viðurkenningum og verðlaunum.
Sumir kvöddu skólann með faðminn fullan af viðurkenningum og verðlaunum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert