Ríkið gæti hafa bakað sér skaðabótaskyldu

Málið er höfðað gegn Landsbankanum og Íslandsbanka.
Málið er höfðað gegn Landsbankanum og Íslandsbanka. Samsett mynd

Íslenska ríkið gæti mögulega orðið skaðabótaskylt ef munur reynist vera milli núgildandi laga og þeirra Evróputilskipana sem EFTA bendir á í tengslum við vaxtamálið svokallaða.

Teitur Björn Einarsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á þetta í samtali við mbl.is.

Tilefnið er álit EFTA-dóm­stóls­ins sem birt var í gær kem­ur fram að hann tel­ur óskýr­leika til staðar í skil­mál­um neyt­endalána varðandi út­reikn­ing á út­lána­vöxt­um. Álitið varðar dómsmál sem Neytendasamtökin höfða gegn Íslands­banka og Lands­banka.

Ekki tilefni til að efnahags- og viðskiptanefnd taki álitið til sérstakrar umfjöllunar, að sögn nefndarformannsins. 

Teitur Björn Einarsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Teitur Björn Einarsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. mbl.is

Tap bankanna hefði lítil áhrif á fjárhagsstöðugleika

EFTA-dóm­stól­inn setur þó þann fyr­ir­vara að það sé ís­lenskra dóm­stóla að meta hvort niðurstaða EFTA sam­ræm­ist ís­lensk­um lög­um. Hafa ber í huga EES regl­ur sem inn­leidd­ar hafa verið ber að túlka í sam­ræmi við EES samn­ing­inn og í sam­ræmi við ráðgjöf EFTA-dóm­stóls­ins.

Teitur veltir fyrir sér afleiðingum þess sem gæti gerst ef lántakar bera sigur úr býtum. Hann ólíklegt að bankarnir gjaldi þungt afráð, þó svo að talið sé að áætlaður kostnaður yrði 30 milljónir. Það myndi eitt og sér heldur ekki mikil áhrif fjármálastöðugleika á Íslandi.

En ef íslenskir dómstólar dæma bönkunum í hag gæti það leitt í ljós að þær EES-tilskipanir sem eiga undir í málinu hafi ekki verið leiddar inn í íslenskan rétt með fullnægjandi hætti. Sem gæti þýtt að ríkið yrði skaðabótaskylt.

„Ef niðurstaðan er sú hjá íslenskum dómstólum að það sé munur á milli núgildandi íslenskra laga og þessara Evróputilskipana sem EFTA er að reifa, þá kann að vakna sú spurning – ef það er leitt fram að tilskipanir að hálfu Evrópusambandsins hafi ekki verið fullnægjandi innleiddar á grundvelli EES-samningsins inn í íslenskan rétt – hvort ríkið hafi þar með bakað sér skaðabótaskyldu,“ segir Teitur.

Bankarnir beri hallann af svona óvissu

Nefndarformaðurinn bendir einnig á að það séu margri hagsmunir undir í þessu máli.

Hann segir að það sé er gríðarlega mikilvægt að samningar og skilmálar í lánum til almennings, ekki síst fasteignalán, séu eins skýrir og hægt er.

„Og auðvitað er það þannig í svona málum, ef það er eitthvað óljóst er almennt viðtekið sjónarmið í íslenskum rétti að sá aðili sem er í sterkari stöðu og hefur áskipaða á öllum sérfræðingum – bankarnir – verði þeir að bera hallann af slíkri óvissu og ónákvæmu orðalagi eins og EFTA-dómstóllinn er að benda á,“ segir hann að síðustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka