SFF bregst við áliti EFTA-dómstólsins

Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sent frá sér tilkynningu.
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sent frá sér tilkynningu.

Sam­tök fyr­ir­tækja í fjár­málaþjón­ustu hafa sent frá sér til­kynn­ingu á heimasíðu sinni þar sem áréttað er að ein­göngu sé um álit EFTA-dóm­stóls­ins að ræða. Bent er á að það sé hlut­verk ís­lenskra dóm­stóla að dæma um gildi ákvæða í skil­mál­um fast­eignalána um vaxta­breyt­ing­ar hér á landi.

Vísað er til álits sem birt var í gær þar sem til­tekið var að ógagn­sæi væri í lána­skil­mál­um bank­anna. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur, Héraðsdóm­ur Reykja­ness óskuðu eft­ir áliti EFTA-dóm­stóls­ins. Þar liggja fyr­ir dóms­mál um skír­leika lána­skil­mála.   

Ekki að finna í fast­eigna­til­skip­un 

Í til­kynn­ingu er bent er á að málið varði samn­ings­ákvæði í láns­samn­ing­um bank­anna um for­send­ur fyr­ir breyt­ing­um á vöxt­um fast­eignalána.

Þá seg­ir að það sé hlut­verk EFTA dóm­stóls­ins sé að gefa ráðgef­andi álit um túlk­un til­skip­ana og reglu­gerða Evr­ópu­sam­bands­ins. Hins veg­ar er bent á að á Íslandi séu sérregl­ur sem ekki er að finna í til­skip­un EES um fast­eignalán:

„Íslensku lög­in hafa að geyma sérreglu um skil­yrði fyr­ir vaxta­breyt­ing­um lána sem ekki er að finna í fast­eignalána­til­skip­un­inni og mun það laga­ákvæði ásamt áliti EFTA-dóm­stóls­ins koma til skoðunar hjá héraðsdómi eft­ir því sem mál­un­um vind­ur fram," seg­ir í til­kynn­ingu.

Til­kynn­ing­in í heild sinni 

„EFTA-dóm­stóll­inn birti í gær ráðgef­andi álit á túlk­un á til­tekn­um ákvæðum til­skip­ana Evr­ópu­sam­bands­ins sem varða fast­eignalán til neyt­enda. Til­skip­an­irn­ar hafa verið inn­leidd­ar með lög­um í ís­lensk­an rétt. Álitið er áfangi í rekstri til­tek­inna dóms­mála hér á landi en sam­tök­in árétta að það er hlut­verk ís­lenskra dóm­stóla að dæma um gildi ákvæða í skil­mál­um fast­eignalána um vaxta­breyt­ing­ar hér á landi.

Álits EFTA-dóm­stóls­ins var leitað að beiðni Héraðsdóms Reykja­vík­ur og Héraðsdóms Reykja­ness, í dóms­mál­um sem rek­in eru gegn tveim­ur bönk­um, Lands­bank­an­um og Íslands­banka. Mál­in varða samn­ings­ákvæði í láns­samn­ing­um bank­anna um for­send­ur fyr­ir breyt­ing­um á vöxt­um fast­eignalána.

Í álit­inu er tekið fram að það eru ís­lensk­ir dóm­stól­ar sem munu skera úr um hvort fjár­mála­stofn­un hafi veitt neyt­anda næg­ar upp­lýs­ing­ar til að neyt­andi geti kynnt sér til­tekna virkni þeirr­ar aðferðar sem notuð eru við út­reikn­ing vaxt­anna. Þá eru það einnig ís­lensk­ir dóm­stól­ar að skera úr um hvort um­deild­ir skil­mál­ar upp­fylli kröf­ur um góða trú, jafn­vægi og gegn­sæi. Það sama gild­ir um mat á því hvort skil­mál­arn­ir valdi um­tals­verðu ójafn­vægi rétt­indi og skyldna milli samn­ingsaðila sam­kvæmt samn­ing­um neyt­anda til tjóns og þá hvort og hvaða af­leiðing­ar slíkt hafi á skil­mála samn­ing­anna. Það gild­ir einnig um mat á því hvort ógild­ing órétt­mætra skil­mála sé lík­leg til að koma í veg fyr­ir að samn­ing­ar haldi gildi sínu.

Hlut­verk EFTA dóm­stóls­ins er að gefa ráðgef­andi álit um túlk­un til­skip­ana og reglu­gerða Evr­ópu­sam­bands­ins. Íslensku lög­in hafa að geyma sérreglu um skil­yrði fyr­ir vaxta­breyt­ing­um lána sem ekki er að finna í fast­eignalána­til­skip­un­inni og mun það laga­ákvæði ásamt áliti EFTA-dóm­stóls­ins koma til skoðunar hjá héraðsdómi eft­ir því sem mál­un­um vind­ur fram.

Um­rædd dóms­mál munu nú verða tek­in til áfram­hald­andi meðferðar hjá ís­lensk­um dóm­stól­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert