Spá hækkun á framleiðslukostnaði matvæla

SÍ og SAFL telja að gjaldskrárbreytingin gæti leitt af sér …
SÍ og SAFL telja að gjaldskrárbreytingin gæti leitt af sér hækkun matvælaverðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­tök iðnaðar­ins (SI) og Sam­tök fyr­ir­tækja í land­búnaði (SAFL) telja nýja gjald­skrá Mat­væla­stofn­un­ar (MAST) leiða af sér hækk­un á fram­leiðslu­kostnaði mat­væla og gagn­rýna stutt­an fyr­ir­vara við gildis­töku gjald­skrár­breyt­ing­anna.

Sig­urður Helgi Birg­is­son, viðskipta­stjóri á iðnaðar- og hug­verka­sviði SI, seg­ir gjald­skrár­breyt­ing­una vera til komna til þess að mæta rekstr­ar­halla MAST á kostnað mat­væla­fram­leiðanda.

Létu af hækk­un­inni á síðasta ári

Svandís Svavars­dótt­ir, fyrr­ver­andi mat­vælaráðherra, lét af hækk­un­inni á síðasta ári að loknu sam­ráðferli á þeim for­send­um að ekki kæmi til greina að taka ákv­arðanir sem gætu leitt til hærra mat­væla­verðs.

Fyr­ir vikið lagði ráðuneytið drög að nýrri gjald­skrá MAST í sam­ráðsgátt. Sú gjald­skrá hef­ur nú verið und­ir­rituð af Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra og segja SI og SAFL hana byggja á sama grunni og sú sem Svandís lét af.

Sig­urður bend­ir á að í ljósi efna­hags­ástands­ins þá hafi gjald­skrá­in mætt tölu­verðri and­stöðu fyr­ir ári síðan.

Þá hafi Svandís stöðvað hækk­un­ina en nú í byrj­un mánaðar sé búið að und­ir­rita nýja gjald­skrá með ein­hverj­um breyt­ing­um sem taki gildi 1. júní næst­kom­andi.

„Hún stöðvaði þetta síðasta haust og svo heyrðist ekk­ert meir um það og svo kem­ur þetta svona óvænt fram. MAST hafa sagt að þetta sé mild­ari út­gáfa og að þau hafi ekki farið í alla hækk­un­ina, en þau gera ráð fyr­ir að öll hækk­un­in verði kom­in í gagnið á næstu tveim­ur eða þrem­ur árum,“ seg­ir hann.

Bæta upp rekstr­ar­halla á kostnað fram­leiðenda

Hann seg­ir breyt­ing­una til­komna eft­ir grein­ingu KPMG á rekstri stofn­un­ar­inn­ar og mat­væla­eft­ir­lits­ins. Grein­ing­in hafi leitt í ljós vönt­un á inn­heimtu gjalds fyr­ir dag­legt eft­ir­lit stofn­un­ar­inn­ar í slát­ur­hús­um um rúm­ar 217 millj­ón­ir króna, og inn­heimtu gjalds fyr­ir al­mennt eft­ir­lit um tæp­ar 260 millj­ón­ir króna.

„Þessi gjald­skrár­breyt­ing er í raun­inni til þess að sporna gegn rekstr­ar­halla stofn­un­ar­inn­ar, þannig til­gang­ur breyt­ing­ar­inn­ar er að stoppa upp í tæp­lega fimm hundruð millj­óna gat, sem á að inn­heimta hjá þjón­ustuþegum eða þá mat­væla­fram­leiðend­um.“

Lög­um ekki fylgt sem skyldi

SI og SAFL gera einnig at­huga­semd við stutt­an fyr­ir­vara á gildis­töku breyt­ing­anna, en sam­tök­in voru fyrst upp­lýst um fyr­ir­hugaða gildis­töku þrem­ur vik­um áður en hún kom til fram­kvæmda. 

Að mati sam­tak­anna hafi lög­bundnu kynn­ing­ar- og sam­ráðsferli gjald­töku­heim­ild­ar ekki verið fylgt sem skildi. Leita skuli um­sagna hags­munaaðila og kynna fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar að minnsta kosti mánuði fyr­ir gildis­töku. 

„Mat­væla­fram­leiðsla í eðli sínu er viðkvæm fyr­ir ut­anaðkom­andi áhrif­um, þannig að fyr­ir­sjá­an­leiki í rekstri er lyk­il­atriði og það kem­ur illa við fram­leiðend­ur þegar það er ráðist í svona breyt­ing­ar án hæfi­legs fyr­ir­vara,“ seg­ir Sig­urður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert