„Það verður að gera betur“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta eru þau viðskipti sem skipta ein­stak­linga og heim­ili mestu máli á lífs­leiðinni og það verður að gera bet­ur.“

Þetta seg­ir Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, í sam­tali við mbl.is um álit EFTA-dóm­stóls­ins sem var birt­ur í gær.

Í ráðgef­andi áliti EFTA-dóm­stóls­ins sagði meðal ann­ars að orðalag skil­mála í láns­samn­ing­um banka með breyti­leg­um vöxt­um á Íslandi sé ekki gegn­sætt. Al­menn­ir neyt­end­ur verði með full­nægj­andi fyr­ir­sjá­an­leika að getað áttað sig á þeim skil­yrðum og þeirri málsmeðferð sem liggi til grund­vall­ar vaxta­breyt­ing­um.

Niðurstaðan kem­ur ekki á óvart

„Það sem mitt ráðuneyti hef­ur verið að gera er að fara yfir upp­lýs­inga­gjöf bank­anna mjög gaum­gæfi­lega. Við erum að funda með bönk­un­um og fara yfir það sem við telj­um að geti bet­ur farið,“ seg­ir Lilja.

„Þessi niðurstaða kem­ur mér ekki á óvart en við erum þegar byrjuð vinnu í sam­vinnu við bank­ana hvernig sé hægt að bæta þessa upp­lýs­inga­gjöf,“ seg­ir Lilja aðspurð út í það hvort niðurstaðan hafi komið henni á óvart. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert