Trampólín á ferð og flugi í hvassviðrinu

Samkvæmt dagbók lögreglu voru fimm mismunandi mál á borði lögreglu …
Samkvæmt dagbók lögreglu voru fimm mismunandi mál á borði lögreglu í tengslum við trampólín á ferð og flugi í dag. Myndin er úr safni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Trampólín og aðrir lausa­mun­ir hafa verið á ferð og flugi á höfuðborg­ar­svæðinu í dag. Svo seg­ir að minnsta kosti í dag­bók lög­regl­unn­ar. 

Lög­regl­an hef­ur feng­ist við um 90 mál frá því klukk­an sjö í morg­un. Veðrátta dags­ins hef­ur spilað þar inn í en lög­regl­unni hef­ur borist ýms­ar til­kynn­ing­ar vegna fjúk­andi byggðarefn­is og annarra muna.

Veðrið hef­ur greini­lega komið aft­an að trampólín­eig­end­um en að því er fram kem­ur í dag­bók lög­reglu voru lög­reglu­menn kallaðir út víðs veg­ar á höfuðborg­ar­svæðinu til þess að bjarga trampólín­um á ferð og flugi.

Réð ekk­ert við trampólínið í vind­in­um

Lög­reglu­stöð 2 sem sinn­ir Hafnafirði og Garðabæ fékk til­kynn­ingu um trampólín sem hefði fokið og hékk í tré. Lög­reglu­menn kölluðu eft­ir aðstoð slökkviliða sem tók trampólínið niður. 

Eig­andi í hverfi 221 varð vitni að trampólín­inu sínu fjúka í átt að húsi ná­granna síns og kallaði eft­ir aðstoð lög­reglu.

Eig­andi kvaðst ekk­ert ráða við trampólínið í vind­in­um. Lög­regla fór á vett­vang en gat ekki fært það sök­um veðurs þó var talið að það myndi ekki ferðast lengra.

Eig­and­inn sagðist ætla að hafa sam­band við maka sinn og biðja hann um að taka það í sund­ur. 

Mikið lá á hjá lög­reglu­stöð 4

Lög­reglu­stöð 3, sem sinn­ir Kópa­vogi og Breiðholti, fékk einnig hring­ingu í tengsl­um við trampólín á ferð og flugi, en að þessu sinni hafði það endað í runna. Lög­regla mætti á vett­vangi og tókst að bjarga mál­um. 

Mikið lá á þegar lög­reglu­stöð 4 sem sinn­ir Grafa­vogi, Árbæ og Mos­fells­bæ barst til­kynn­ing um trampólín á ferð og flugi.

Lög­regla fór á vett­vang á for­gangi og staðsetti trampólínið á hvolfi. Lög­reglu­menn notuðu lög­reglu­borða til að festa trampólínið í stað svo það ylli ekki tjóni á til dæm­is fólki, fast­eign­um og bif­reiðum. 

Þá barst lög­reglu­stöð 4 einnig til­kynn­ing um trampólín í eigu hús­fé­lags í Mos­fells­sveit sem hafi fokið til vest­urs. Lög­regla fór á vett­vang og stöðvaði för trampólíns­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert