Bara Íslendingar í rútunni: Allir slasaðir

Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

All­ir þeir 27 sem slösuðust í rútu­slysi á Suður­landi í dag eru Íslend­ing­ar. Áverk­ar á fólki eru mis­mun­andi en ein­hverj­ir eru „meiri­hátt­ar“ að sögn lög­reglu.

Rút­an valt á Rangár­valla­vegi ná­lægt Stokka­læk skömmu ­fyr­ir kl. 17 í dag. Um 20-30 manns voru í rút­unni.

Hver ein­asti um borð var flutt­ur á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar, ým­ist á Lands­spít­al­ann, Heilsu­gæsl­una á Hellu eða Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands.

Þetta staðfest­ir Jón Gunn­ar Þór­halls­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is.

„Núna er bara verið að fara yfir og greina meiðsli. Við vit­um ekki stöðu slasaðra. Þannig að þetta á eft­ir að skýra sig bet­ur,“ seg­ir Jón.  „Þetta eru allt frá því að vera minni­hátt­ar yfir í meiri­hátt­ar.“

Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru ræst­ar út. Fyrri þyrlan flutti þrjá …
Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru ræst­ar út. Fyrri þyrl­an flutti þrjá á Foss­vogs­spít­ala og hin flutti fjóra. Þyrla verður ekki send aft­ur á vett­vang. Ljós­mynd/​Aðsend

Staða slasaðra óljós

Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru ræst­ar út. Fyrri þyrl­an flutti þrjá á Foss­vogs­spít­ala og hin flutti fjóra. Þyrla verður ekki send aft­ur á vett­vang. Sjö voru flutt­ir á Foss­vogs­spít­ala með tveim­ur þyrl­um.

Rút­an er í eigu rútu­fyr­ir­tæk­is­ins GTS, Guðmunds Tyrf­ings­son­ar. Lög­regl­an á Suður­landi grein­ir frá því á Face­book að farþeg­arn­ir hafi verið 26 tals­ins auk öku­manns.

Aðstæður voru metn­ar með þeim hætti að hóp­slysa­áætl­un var virkjuð, sem og sam­hæf­ing­ar­stöð al­manna­varna í Skóg­ar­hlíð.

Gríðarleg­ur fjöldi sjúkra­flutn­inga­bíla var einnig send­ur á vett­vang, bæði frá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu og Bruna­vörn­um ár­nes­sýslu.

Lög­regl­an á Suður­landi rann­sak­ar

Ekki ligg­ur fyr­ir með hvað hætti slysið varð en lög­regl­an á Suður­landi fer með rann­sókn þess.

Jón Gunn­ar vildi ekki svara því hvort ein­hver væri al­var­lega slasaður eða úr­sk­urðaður lát­inn á vett­vangi.

Hjálp­arsím­inn 1717 veit­ir sál­ræn­an stuðning til þeirra sem þess óska. Opnað hef­ur verið söfn­un­ar­svæði aðstand­enda í hús­næði Árnes­deild­ar RKÍ að Eyr­ar­vegi 23 Sel­fossi einnig.

Fjöldi slasaðra hef­ur verið upp­færður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert