Umsóknum hefur fækkað um 60%

Sótt er um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun eða lögreglu.
Sótt er um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun eða lögreglu. mbl.is/Hari

Umsóknum hælisleitenda um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur fækkað um nær 60% á þessu ári frá sama tímabili í fyrra. Það sem af er þessu ári eru umsóknir um alþjóðlega vernd 891 talsins, en voru 2.169 á sambærilegu tímabili í fyrra, þ.e. frá 1. janúar og út maímánuð. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Allt árið í fyrra voru umsóknir um hæli alls 4.159. Ef fjöldi umsókna um vernd heldur sér hlutfallslega út þetta ár má ætla að heildarfjöldinn í árslok verði ríflega 1.700.

Mikil fækkun hefur orðið í umsóknum fólks frá Venesúela. Það sem af er þessu ári eru þær alls 114, en voru 1.547 allt síðasta ár.

Nýlega kom fram að ríflega þrjú hundruð einstaklingar frá Venesúela hefðu verið fluttir af landi brott á síðustu mánuðum. Þá bíður fjöldi umsókna frá þarlendum afgreiðslu hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert