Vill vera hreyfiafl til góðs fyrir land og þjóð

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:35
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:35
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Halla Tóm­as­dótt­ir kveðst hafa aðgreint sig frá öðrum fram­bjóðend­um með því að tala um sig og hvað hún stend­ur fyr­ir, en ekki með því að tala um það hvernig hún sé betri en aðrir for­setafram­bjóðend­ur.

Þetta sagði hún á for­seta­fundi Morg­un­blaðsins og mbl.is sem hald­inn var í gær­kvöldi í Reykja­nes­bæ.

Hvað er það sem þú tel­ur að þú haf­ir sér­stak­lega fram að færa til kjós­enda um­fram aðra?

„Eitt af því er að ég reyni að tala um hvað ég get gert og hver ég er, en ekki að velta því fyr­ir mér hvort að ég sé betri en aðrir,“ sagði hún og bætti við:

„Ég hef ein­læg­an áhuga á að vera hreyfiafl til góðs fyr­ir land og þjóð,“ sagði hún og út­skýr­ði að þegar henni finn­ist að bet­ur megi gera þá bretti hún upp erm­ar og gangi í verkið. Nefndi hún nokk­ur dæmi eins og sjá má í mynd­skeiðinu hér að ofan.

Aldrei jafn mikl­ir umbreyt­ing­ar­tím­ar

Stefán Ein­ar Stef­áns­son spurði hana hvort hún væri mögu­lega að of­meta hlut­verk for­set­ans en þá sagði Halla:

„Ég held að við höf­um aldrei á okk­ar líf­tíma verið á jafn mikl­um umbreyt­ing­ar­tím­um eins og núna og ég hef aldrei séð jafn mörg merki þess að and­leg heilsa okk­ar og sam­fé­lags­leg heilsa sé ekki með besta móti.

Hvort sem það hef­ur verið gert áður eða ekki – það hafði eng­inn stofnað fjár­mála­fyr­ir­tæki með áherslu á kven­legri gildi þegar við stofnuðum Auði Capital – ég er bara ekki mann­eskja sem hall­ar sér aft­ur og seg­ir „af því eitt­hvað er að og af því eng­inn hef­ur nokk­urn tím­ann leyst það þá ætla ég ekki reyna gera mitt til þess að gera það“,“ sagði Halla.

Horfðu á for­seta­fund­inn í heild sinni: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka