Yfir 20 manns í rútuslysi á Suðurlandi

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið ræstar út vegna slyssins.
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið ræstar út vegna slyssins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa verið ræst­ar út eft­ir að rúta með um 20-30 farþegum valt á Rangár­valla­vegi um klukk­an fimm í dag. Al­manna­varn­ir hafa virkjað sam­hæf­inga­miðstöð í Skóg­ar­hlíð.

Varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir að enn sé óljóst hvernig slysið varð. „Við erum að reyna að greina þetta og meta þetta,“ seg­ir hann.

Búið er að virkja hóp­slysa­áætl­un Lands­bjarg­ar vegna slyss­ins og sam­hæf­ing­ar­stöð al­manna­varna í Skóg­ar­hlíð.

Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi al­manna­varna, seg­ir við mbl.is að án efa sé búið að koma fólki úr rút­unni. Hún seg­ist ekki geta sagt hvort ein­hver væri al­var­lega slasaður.

Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa einnig verið ræst­ar út, önn­ur þeirra ætti að mæta á slysstað inn­an skamms, seg­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Hjálp­arsím­inn 1717 veit­ir sál­ræn­an stuðning til þeirra sem þess óska. Opnað hef­ur verið söfn­un­ar­svæði aðstand­enda í hús­næði Árnes­deild­ar RKÍ að Eyr­ar­vegi 23 Sel­fossi einnig.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert