Veigar Hrafn hlaut hæstu einkunn í Flensborg

Veigar Hrafn Sigþórsson með Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara til vinstri …
Veigar Hrafn Sigþórsson með Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara til vinstri og Júlíu Jörgensen aðstoðarskólameistara. Ljósmynd/Aðsend

Veigar Hrafn Sigþórsson hlaut hæstu einkunn í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði sem í dag útskrifaði 103 nemendur.

Veigar fékk einkunnina 9,55 og hlaut raungreinarverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi. Hann hlaut einnig styrk frá Rio Tinto fyrir góðan árangur í raungreinum, verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku, þýsku og íþróttaafreksgreinum en Veigar Hrafn er afreksmaður í sundi.

Þá hlaut hann viðurkenningu frá Efnafræðifélagi Íslands sem veitt eru nemendum sem sýna afburða árangur í efnafræði og viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar.

Birgitta Ingólfsdóttir varð semidúx Flensborgarskólans.
Birgitta Ingólfsdóttir varð semidúx Flensborgarskólans. Ljósmynd/Aðsend

Birgitta varð semidúx

Birgitta Ingólfsdóttir varð semidúx Flensborgarskólans með einkunnina 9,43. Birgitta hlaut menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og í íþrótt sinni, sundi.

Hún fékk einnig verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í íþróttaafreksgreinum, íslensku, ensku og spænsku. Þá hlaut hún viðurkenningu frá stærðfræðafélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði.

Þá voru sex nýnemar, þau Daði Þór Friðriksson, Adam Leó Tómasson, Adam Ernir Níelsson, Heiðar Bjarki Davíðsson, Katrín Sara Rúnarsdóttir og Jóhannes Kristbjörn Jóhannesson, verðlaunaðir fyrir frábæran námsárangur á fyrsta námsári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka