Bátavogsmálið komið á dagskrá héraðsdóms

Konan er grunuð um manndráp í Bátavogi á síðasta ári.
Konan er grunuð um manndráp í Bátavogi á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð í Bátavogsmálinu fer fram í lok júní samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur. Í málinu er Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir ákærð fyrir að hafa orðið sam­býl­is­manni sín­um að bana í Báta­vogi í sept­em­ber í fyrra.

Er Dagbjörtu gert að sök að hafa beitt fórn­ar­lamb sitt margþættu of­beldi í aðdrag­anda and­láts­ins, dag­ana 22. og 23. sept­em­ber, og er at­lögu henn­ar og áverk­um þeim er af henni leiddu lýst í löngu máli í ákær­unni.

Við fyrirtöku málsins í síðasta mánuði kom fram að matsmönnum bæri ekki saman um það hversu mikinn þátt heilsufar hins látna hafi átt þátt í dauða hans. Þannig tel­ur ann­ar matsmaður í mál­inu það koma til greina að ban­vænt blóðsyk­urs­fall hafi átt þátt í dauða manns­ins en hinn ekki.

Rúv fékk staðfest frá embætti héraðssaksóknara í dag að ákæruvaldið ætli ekki að fara fram á yfirmat dómskvadds réttarmeinafræðings vegna þessa.

Dagbjört hefur setið í varðhaldi frá því í september, en hún var úrskurðuð í áframhaldandi varðhald til 13. júní fyrr í þessum mánuði. Aðalmeðferð málsins fer fram 26. júní svo ætla má að ákæruvaldið muni óska eftir áframhaldandi varðhaldi fyrir þann tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert