„Lærði þótt ég nennti því ekki“

Arna Rut dúxaði með 9,56 í einkunn.
Arna Rut dúxaði með 9,56 í einkunn. Ljósmynd/Aðsend

Arna Rut Arn­ar­dótt­ir, sem er 18 ára, út­skrifaðist um helgina frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla með meðal­ein­kunn­ina 9,56 og varð fyr­ir vikið dúx skól­ans.

„Ég taldi það alveg líklegt,” segir Arna Rut, spurð hvort hún hafi búist við því að verða dúx.

Hver er lykilinn á bak við velgengnina?

„Ég bara lærði þótt ég nennti því ekki. Ég mætti alltaf í tíma og fylgdist með. Það hefur alltaf verið frekar auðvelt fyrir mig að læra,” svarar hún.

Stefnir á læknisfræði

Arna Rut æfir frjálsar íþróttir hjá íþróttafélaginu Fjölni og mætt á æfingar fimm til sex sinnum í viku samhliða náminu. 

Hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut og stefnir á að taka inntökuprófið í læknisfræði hjá Háskóla Íslands í næsta mánuði.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka