Netáfengissala fyrir þingnefnd

Þórunn segir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði málið með tilliti …
Þórunn segir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði málið með tilliti til ábyrgðar ráðherra. Ljósmynd/Colourbox

„Málið stendur þannig að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt að hefja frumkvæðisathugun á málinu og það er gert meðal annars vegna þeirra ábendinga sem fram hafa komið um að netsala áfengis sé ekki lögum samkvæm. Því gagnstæða er einnig haldið fram og það virðist vera lagaleg óvissa uppi um það.“

Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, spurð hvort nefndin ætlaði taka málið fyrir.

Snýr málið að því hvort netsala fyrirtækja á áfengi standist lög en ríkið hefur lögum samkvæmt einokunarstöðu á þeim markaði.

Funda er þing kemur saman

Þórunn segir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði málið með tilliti til ábyrgðar ráðherra. Í þessu tilviki sé það fjármála- og efnahagsráðherra sem ber ábyrgð á einkaleyfi ríkisins á smásölu á áfengi á Íslandi.

„Það er þinghlé fram yfir forsetakosningar og það verða ekki nefndarfundir í þessari viku. Strax og þing kemur aftur saman verður fundað í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og málið tekið upp,“ segir hún.

Aðspurð segist Þórunn ekki geta sagt fyrir um hvernig málinu muni lykta. „Til þess er frumkvæðisathugunin að skoða málið frá öllum hliðum.“

Þórunn bendir í þessu samhengi á hlutverk löggjafans. „Við þurfum fyrst og fremst í hlutverki okkar sem löggjafi að komast til botns í því hvort lögin séu skýr, hvort þau þarfnist breytingar og hver sé vilji löggjafans með tilliti til þessa.“

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert