Skýrslutökur eru enn í gangi vegna rútuslyssins á Suðurlandi á laugardaginn og verða það áfram fram eftir vikunni.
Þetta segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Spurður kveðst hann ekki vera með upplýsingar um hvort búið sé að taka formlegra skýrslu af bílstjóra rútunnar.
Hann hefur heldur ekki upplýsingar um hversu margir voru í bílbeltum.
Að sögn Jóns Gunnars eru tildrög slyssins til rannsóknar en Vegagerðin telur ekki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni.
„Hún er eftir atvikum góð, það sem ég hef fréttir um. Einhverjir eru ennþá á sjúkrastofnunum,” segir yfirlögregluþjónninn jafnframt spurður út í líðan farþeganna sem voru fluttir sjúkrahús.