Baldur fékk fána með áritun Sveins Björnssonar

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi og Árni Freyr Magnússon.
Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi og Árni Freyr Magnússon. Ljósmynd/Árni Freyr Magnússon

Íslenskur fáni sem áritaður var af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins, er kominn í hendur Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda.

Árni Freyr Magnússon, sagnfræðingur og tengdasonur Baldurs, keypti fánann á á sínum tíma á uppboði í litlum bæ í Bretlandi.

Sveinn gaf fánann á uppboð til styrktar uppgjafarhermönnum við lok seinni heimsstyrjaldar.

Keyptur á uppboði

„Vinnufélagi minn í Bretlandi sagði mér frá því að það væri verið að bjóða upp íslenskan fána áritaðan af Sveini Björnssyni í litlum bæ í Bretlandi. Hann spurði hvort ég vildi ekki kaupa hann, ég þurfti aðeins að hugsa mig um en sagði svo að hann mætti alveg bjóða í hann fyrir mig. Hann gerði það og ég vann fánann,“ segir Árni Freyr í samtali við mbl.is.

Spurður út í verð fánans segir Árni að hann hafi ekki verið dýr, ekki þannig að námsmenn í Bretlandi væru í vandræðum með að borga fyrir hann.

Áritun Sveins Björnssonar á Íslenska fánanum.
Áritun Sveins Björnssonar á Íslenska fánanum. Ljósmynd/Árni Freyr Magnússon

Hinn geymdur á Bessastöðum

Að sögn Árna gerði hann sér ekki grein fyrir því hvað fáninn var stór. 

„Ég tók fánann með mér heim og hef ekkert almennilega vitað hvað ég ætti að gera við hann, svo það lá beinast við að láta tengdapabba fá hann í framboði sínu til forseta Íslands,“ segir Árni Freyr.

Fáninn er annar af tveimur fánum sem áritaðir eru af Sveini, en hinn er geymdur á Bessastöðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka