„Ef þið ætlið að skamma einhvern þá skuluð þið skamma mig“

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ef þið ætlið að skamma einhvern þá skuluð þið skamma mig,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og auðlindaráðherra, er hann ávarpaði fólks á Loftslagsdeginum sem haldinn er í Hörpu í dag.

Ráðherrann kom á hlaupum af ríkisstjórnarfundi sem hafði dregist á langinn.

Hóf hann ávarpið á að minnast á stöðu nýrrar aðgerðaáætlunar Íslands í loftslagsmálum sem enn hefur ekki litið dagsins ljós þrátt fyrir að Ísland nái ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum.

Tekur lengri tíma að gera eitthvað nýtt

Sagði ráðherrann áætlunina vissulega hafa tekið gríðarlega langan tíma en að í henni fælust atriði sem hefðu ekki verið gerð áður.

Mannkynið hefði ekki áður tekið á sig slíkt verkefni áður og sömuleiðis hafi íslensk stjórnvöld ekki unnið slíkt verkefni í svo nánu samstarfi við atvinnulífið áður.

„Þegar þú ert að byrja á einhverju sem hefur ekki verið gert áður þá tekur það lengri tíma,“ sagði Guðlaugur. 

„Við verðum ekki dæmd á því hvenær aðgerðaáætlunin kom fram, eða hvenær hún er uppfærð, við verðum dæmd á því hvernig gengur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert