Fingraför verða tekin af farþegum

Nýtt kerfi verður bráðlega tekið í notkun.
Nýtt kerfi verður bráðlega tekið í notkun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nýtt landamærakerfi verður brátt tekið í notkun á Schengen svæðinu sem mun reiða sig á fingraför og myndatökur af farþegum þjóða utan EES-svæðisins.

Breskir ráðamenn hafa gagnrýnt fyrirhugað landamærakerfi og óttast að það muni leiða til mikilla tafa fyrir breska ferðamenn sem eiga erindi inn á EES-svæðið. 

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, segir tæknina óskilvirka og að enn eigi eftir prófa hana nægilega. Telur hann því frumhlaup að ætla að taka tæknina strax í gagnið.

Við komu inn á Schengen svæðið þurfa farþegar að fara í bás þar sem þeim verður gert að skrá vegabréfsnúmerið sitt, veita fingraför og fara í myndatöku áður þeir fá inngöngu í landið.

Upplýsingar verða geymdar í gagnagrunni í þrjú ár.

Keflavíkurflugvöllur tilbúinn

Búið er að koma upp básum á Keflavíkurflugvelli sem munu sinna þessu eftirliti í takti við hinar nýju reglur. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia bíða yfirvöld eftir því að óskað sé eftir því að taka hinn nýja búnað í gagnið. 

Kerfið verður notað á Kefla­vík­ur­flug­velli en einnig á öðrum landa­mæra­stöðvum á Íslandi. Kostnaður vegna þessa verk­efn­is er að stór­um hluta fjár­magnaður með styrk­veit­ing­um úr Innri-ör­yggi­s­jóði Evr­ópu­sam­bands­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert