Fyrst og fremst persónulegur harmleikur

Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir samfélaginu brugðið yfir fregnum af andláti sambýlisfólks í bænum. Hann segir enga hættu á ferðum.

Málið sé fyrst og fremst persónulegur harmleikur.

„Þetta er ekki eitthvað sem við erum með ímyndunarafl í að gera okkur grein fyrir,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri við mbl.is.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur.
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. mbl.is/Sigurður Bogi

Rannsaka andlát tveggja

Lögreglan á Vestfjörðum, með aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur til rannsóknar andlát sambýlisfólks á sjötugsaldri. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er ekkert sem bendir til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað.

„Bolungarvík er friðsælt samfélag. Þetta er hræðilegur atburður,“ segir Jón Páll.

„Það er okkar hlutverk fyrir samfélag – ekki sveitarfélag, þetta er fyrst og fremst samfélag – að halda utan um hvert annað og hlúa að þeim sem líður illa. Auðvitað getur það gerst að fólk upplifi alls konar tilfinningar þegar það heyrir af svona atburðum. Við munum styðja hvert annað í okkar friðsæla samfélagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka