Nýtt loftslagsráð hefur tekið til starfa á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Því er ætlað að vera stjórnvöldum ráðgefandi um helstu markmið Íslands í loftslagsmálum, en er einnig ætlað að sinna aðhaldi og eftirliti með stjórnvöldum. Ráðið var fyrst stofnað 2018 í kjölfar breytinga á lögum um loftslagsmál.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipar ráðið og eiga meðlimir þess að búa yfir yfirgripsmikla þekkingu á sviði loftslagsmála.
Samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins mun Halldór Þorgeirsson, fyrrum yfirmaður hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), vera áframhaldandi formaður ráðsins og varaformaður ráðsins verður áfram Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði við Háskóla Íslands.
Aðrir fulltrúar ráðsins eru skipaðir fyrir hönd atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka, auk annarra:
Varafulltrúar ráðsins eru Helga Ögmundardóttir, dósent við Háskóla Íslands og Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.