Lágmarkskrafa að skilmálar fjármálafyrirtækja séu skýrir

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eyþór Árnason

„Það er auðvitað gríðarlega mik­il­vægt að skil­mál­ar bæði fast­eignalána og neyt­endalána séu það skýr­ir að fólk viti hvað það er að und­ir­gang­ast og það er al­veg lág­marks­krafa að fjár­mála­fyr­ir­tæk­in standi al­menni­lega að því.“

Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um úr­sk­urð EFTA-dóm­stóls­ins sem kveðinn var upp í síðustu viku.

Í úr­sk­urðinum seg­ir að orðalag skil­mála í láns­samn­ing­um banka með breyti­leg­um vöxt­um á Íslandi sé ekki gegn­sætt. Þurfi al­menn­ir neyt­end­ur, með full­nægj­andi fyr­ir­sjá­an­leika, að geta áttað sig á þeim skil­yrðum og málsmeðferð sem liggi til grund­vall­ar vaxta­breyt­ing­um.

Geti ekk­ert gert að sinni

Sig­urður Ingi seg­ir í sam­tali við mbl.is að skil­mál­ar láns­samn­ing­ana séu aug­ljós­lega með of mis­mun­andi hætti.

„Þannig að hlut­irn­ir eru því miður ekki al­veg nægi­lega hrein­ir hvað það varðar.“

Seg­ir Sig­urður að tím­inn þurfi að leiða í ljós næstu skref máls­ins.

Það er ekk­ert sem þú sérð núna að þú sem ráðherra get­ir gert í þessu máli?

„Nei, í raun­inni ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert