Ný undirgögn við Arnarneshæð tekin í notkun

Ísabella Marín Ástróðsdóttir, nemandi í 6.bekk, Davíð Þorláksson, Hrannar Bragi …
Ísabella Marín Ástróðsdóttir, nemandi í 6.bekk, Davíð Þorláksson, Hrannar Bragi Eyjólfsson og Bergþóra Þorkelsdóttir klippa borðann. Ljósmynd/Vegagerðin

Ný undirgöng við Arnarneshæð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur voru formlega tekin í notkun í dag. Nemendur í 6. bekk í Sjálandsskóla í Garðabæ komu hjólandi frá skólanum sínum til að taka þátt í viðburðinum sem fór fram með pompi og prakt.

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, og Hrannar Bragi Eyjólfsson, bæjarfulltrúi í Garðabær og formaður íþrótta- og tómstundaráðs, héldu öll stutta ræðu þar sem fram kom ánægja með göngin.

Björt og stór undirgöng

Vinna við undirgöngin hófst í júní 2022 og eru þau mikil samgöngubót fyrir eina af fjölförnustu stofnæðum fyrir hjólandi umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Með tilkomu þeirra þarf ekki lengur að þvera umferðargötu, svo umferðaröryggi eykst til muna.

Í gegnum þau eru aðskildar leiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem tengjast inn á núverandi stígakerfi Garðabæjar. 

6. bekkur í Sjálandsskóla vígja gönginn.
6. bekkur í Sjálandsskóla vígja gönginn. Ljósmynd/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert