Skipstjóri flutningaskipsins Longdawn sem lenti á strandveiðibátnum Hadda HF 52 var undir áhrifum áfengis þegar hann var handtekinn.
Frá þessu er greint í úrskurði Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem skipstjóranum og stýrimönnum var gert að sæta farbanni.
Fram kemur að sýni reyndust jákvæð fyrir THC-áhrifum og Benzo-áhrifum. THC er meginvímugjafi í marijúana og Benzo hefur slævandi áhrif.
Gildir farbannið til fimmtudagsins 13. júní 2024.
Mennirnir voru handteknir eftir að strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga 16. maí. Voru þeir grunaðir um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska.
Siglingagögn skipsins og strandveiðibátsins og ágangur á stefni Longdawn þykja gefa til kynna að skipið hafi rekist á bátinn og hvolft honum.
Niðurstaða dómsins var sú að fallast á með lögreglustjóranum á Suðurnejum um að brýnt væri að tryggja nærveru skipstjórans meðan málið væri ólokið.