Skipstjórinn undir áhrifum við slysið

Longdawn við höfnina í Vestmannaeyjum.
Longdawn við höfnina í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Skipstjóri flutningaskipsins Longdawn sem lenti á strandveiðibátnum Hadda HF 52 var undir áhrifum áfengis þegar hann var handtekinn. 

Frá þessu er greint í úrskurði Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem skipstjóranum og stýrimönnum var gert að sæta farbanni.

Grunaðir um að yfirgefa mann í sjávarháska

Fram kemur að sýni reyndust jákvæð fyrir THC-áhrifum og Benzo-áhrifum. THC er meg­in­vímu­gjafi í marijú­ana og Benzo hefur slævandi áhrif. 

Gildir farbannið til fimmtudagsins 13. júní 2024.

Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir eft­ir að strand­veiðibát­ur sökk norðvest­ur af Garðskaga 16. maí. Voru þeir grunaðir um að hafa yf­ir­gefið mann í sjáv­ar­háska.

Sigl­inga­gögn skips­ins og strand­veiðibáts­ins og ágang­ur á stefni Longdawn þykja gefa til kynna að skipið hafi rek­ist á bát­inn og hvolft hon­um.

Niðurstaða dómsins var sú að fallast á með lögreglustjóranum á Suðurnejum um að brýnt væri að tryggja nærveru skipstjórans meðan málið væri ólokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert