Von á tilkynningu síðar í dag

Tæknideild lögreglunnar var flogið til Ísafjarðar í gærkvöldi.
Tæknideild lögreglunnar var flogið til Ísafjarðar í gærkvöldi. mbl.is/Sigurður Bogi

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er enn í Bolungarvík að aðstoða lögregluna á Vestfjörðum við rannsókn andláts í heimahúsi. Þetta staðfestir Helgi Jensson lögreglustjóri við mbl.is. 

Hann kvaðst ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið. Lögreglan fundar klukkan hálfníu og er von á tilkynningu í kjölfarið.

Ríkisútvarpið hefur eftir Hlyni Snorrasyni yfirlögregluþjóni að rannsókn á vettvangi sé lokið og að enginn hafi verið handtekinn.

Vestfirski miðillinn BB.is greinir frá því að lögreglan hafi verið kölluð til síðdegis í gær að húsi. Þar hafi gerst alvarlegir atburðir sem varði tvo einstaklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert