Breytingar á þrýstingi: Gæti gosið á næstu tímum

Um 150 skjálft­ar hafa mælst í skjálfta­hrinu á milli Sýl­ing­ar­fells …
Um 150 skjálft­ar hafa mælst í skjálfta­hrinu á milli Sýl­ing­ar­fells og Stóra-Skóg­fells. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrýstingur í borholum í Svartsengi hefur breyst samhliða aukinni skjálftavirkni vegna kvikuhlaups. Þá hefur aflögun á svæðinu einnig aukist.

Þetta segir Veðurstofa Íslands í tilkynningu en túlkun hennar er að kvikuhlaup sé hafið við Sundhnúkagígaröðina, sem geti endað í eldgosi á næstu klukkutímunum.

Um 150 skjálft­ar hafa mælst í skjálfta­hrinu á milli Sýl­ing­ar­fells og Stóra-Skóg­fells á síðustu tveim­ur klukku­stund­um.

Fram að þessu höfðu 20 millj­ón­ir rúm­metr­ar af kviku safn­ast í kviku­geym­inn und­ir Svartsengi frá 16. mars, þegar síðasta gos hófst. Veður­stofa lýsti síðasta gosi loknu þann 9. maí og hefur kvikusöfnun haldist stöðug síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert