Búist við gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í kvöld

Gasdreifingarspá Veðurstofunnar næstu 24 klukkustundir.
Gasdreifingarspá Veðurstofunnar næstu 24 klukkustundir. Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands er búist við því að gasmengun leggist yfir höfuðborgarsvæðið um klukkan 11 í kvöld. Einnig er búist við gasmengun á Suðurlandi og að áhrifa hennar gæti gætt á Akranesi.  

Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki ljóst á þessari stundu hversu mikil mengunin verður. Það fari eftir því hvernig krafturinn í gosinu mun þróast. Í eldgosinu sem hófst 16. mars var mesti krafturinn fyrstu 6-8 klukkustundirnar. 

„Fólk er beðið um að loka gluggum og láta börn ekki sofa úti í vagni,“ segir Jóhanna Malen.  

Búist er við gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.
Búist er við gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert