Dómstólar forði ríkinu frá bótaskyldu

Hagsmunasamtök heimilanna leggja áherslu á að álitið gefi afdráttarlaust til …
Hagsmunasamtök heimilanna leggja áherslu á að álitið gefi afdráttarlaust til kynna að umræddir skilmálar séu óréttmætir. mbl.is/Sigurður Bogi

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna fagna áliti EFTA dóm­stóls­ins um túlk­un á þeim regl­um sem gilda um lána­skil­mála sem kveða á um breyti­lega vexti. Þó að um álit sé að ræða verði ís­lensk­ir dóm­stól­ar að fylgja því, enda geti þeir ann­ars gert ís­lenska ríkið bóta­skylt.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sam­tak­anna.

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna leggja áherslu á að álitið gefi af­drátt­ar­laust til kynna að um­rædd­ir skil­mál­ar séu órétt­mæt­ir. Að lán­veit­end­ur sem sömdu hina órétt­mætu skil­mála beri sjálf­ir ábyrgð á því og að órétt­mæt­um skil­mál­um skuli víkja til hliðar en samn­ing­arn­ir gildi að öðru leiti án breyt­inga. 

Binda von­ir við að rétt­ur neyt­enda verði í fyr­ir­rúmi 

Sam­tök­in leggja jafn­framt áherslu á að lán­veit­end­um beri að end­ur­greiða með drátt­ar­vöxt­um allt fé sem þeir hafa of­tekið á grund­velli órétt­mætra skil­mála, um­fram þá vexti sem komu fram í samn­ingi frá upp­hafi.

Að end­ur­kröfu­rétt­ur neyt­enda skuli gilda að minnsta kosti jafn lengi og samn­ing­arn­ir og að fullnaðarkvitt­un skuli gilda, hafi neyt­andi ein­hvern tím­ann greitt lægri vexti en upp­haf­lega komu fram í samn­ingi. 

„Því miður hef­ur sag­an sýnt að þegar fjár­mála­fyr­ir­tæki brjóta á rétt­ind­um neyt­enda, virðast dóm­stól­ar leita allra leiða til að leysa þá und­an ábyrgð. Hags­muna­sam­tök heim­il­anna ít­reka því að slík hátt­semi get­ur bakað rík­inu bóta­skyldu á kostnað al­menn­ings. Sam­tök­in von­ast til þess að nú muni dóm­stól­ar aðeins dæma eft­ir lög­un­um með rétt neyt­enda í fyr­ir­rúmi eins og þeim ber skylda til,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Flýtimeðferð hljóti að vera nauðsyn­leg

Sam­tök­in minna einnig á að árið 2010 hafi dóms­mál um lán með ólög­mæt­um skil­mál­um fengið flýtimeðferð og sett Íslands­met í máls­hraða. Frá þing­fest­ingu máls­ins í héraði liðu aðeins 79 dag­ar þar til dóm­ur Hæsta­rétt­ar Íslands lá fyr­ir. Sá mikli flýt­ir var sagður nauðsyn­leg­ur vegna „al­manna­hags­muna“ og „til að eyða óvissu“.

„Sam­bæri­leg flýtimeðferð fyr­ir dóm­stól­um hlýt­ur að vera nauðsyn­leg núna enda eru gríðarleg­ir al­manna­hags­mun­ir í húfi og brýnt að eyða allri óvissu um lög­mæti skil­mála um breyti­lega vexti í lán­um til ís­lenskra neyt­enda.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert