Einn var handtekinn eftir að lögreglu barst tilkynning um líkamsárás í Grafarholti. Var viðkomandi laus að lokinni skýrslutöku.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Alls voru 45 mál skráð í Löke, kerfi lögreglunnar, frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Eitthvað var um aðstoðarbeiðnir vegna veikinda og svo vegna fólks í annarlegu ástandi.
Í miðborginni var maður handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Var hann laus að loknum viðræðum við á lögreglustöð.
Í Hafnarfirði voru tveir ökumenn stöðvaðir, annar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hinn án ökuréttinda.
Þá voru skráningarnúmer tekin af tveimur bifreiðum vegna vanrækslu á aðalskoðun og vangoldinna trygginga.