Ekki upplýst hverjir fengu tugi milljarða

Skattaendurgreiðslur sem veittar eru vegna kostnaðar við rannsóknir og þróun …
Skattaendurgreiðslur sem veittar eru vegna kostnaðar við rannsóknir og þróun hafa aukist mikið undanfarin ár. Aðeins er þó upplýst opinberlega um hluta þessara greiðslna. Frá árinu 2017 hefur ekki verið upplýst um hverjir styrkþegar að 20 milljörðum af 37 milljarða endurgreiðslum eru. Fjöldi fordæma er fyrir því að ríkið upplýsi ítarlega um þá styrki sem það veitir, meðal annars til fjölmiðla og í endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eng­ar upp­lýs­ing­ar fást upp­gefn­ar um hverj­ir fá meiri­hluta þeirr­ar end­ur­greiðslu sem ríkið veit­ir vegna rann­sókna og þró­un­ar ár hvert. Á síðustu sex árum hef­ur aðeins verið upp­lýst um þá sem þáðu end­ur­greiðslu­styrki upp á 17,2 millj­arða af þeim 37,4 millj­örðum sem veitt­ir hafa verið.

Skatt­ur­inn upp­lýs­ir aðeins um hæstu end­ur­greiðslurn­ar ár hvert, en fyr­ir­tæki geta verið með end­ur­greiðslur upp að tæp­lega 77 millj­ón­um án þess að neitt komi fram um hvert sá rík­is­styrk­ur fer.

Aðrir styrk­ir birt­ir op­in­ber­lega

Þrátt fyr­ir þá leynd sem er yfir þess­um greiðslum hef­ur ríkið áður greint frá ýms­um styrkj­um sem veitt­ir eru og má þar meðal ann­ars nefna end­ur­greiðslu vegna fram­leiðslu kvik­mynda­efn­is, en þar eru all­ir styrk­ir sér­stak­lega til­greind­ir. Þá ákvað fjár­málaráðherra einnig að upp­lýsa um alla fyr­ir­tækja­styrki vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Upp­lýs­ing­ar um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla eru einnig gerðir op­in­ber­ir ár hvert, auk þess sem hægt er að nálg­ast skatta­upp­lýs­ing­ar ein­stak­linga hjá Skatt­in­um á ákveðnum tíma árs.

End­ur­greiðslur vegna rann­sókn­ar og þró­un­ar var komið á eft­ir fjár­mála­hrunið til að ýta und­ir ný­sköp­un og byggja und­ir nýja stoð í at­vinnu­líf­inu. Til að byrja með var stuðning­ur­inn á ári hverju 1-2 millj­arðar, en tók svo að aukast og var hann 2,8 millj­arðar árið 2017.

Stig­vax­andi út­gjöld, en litl­ar upp­lýs­ing­ar um styrkþega

Lög um end­ur­greiðsluna voru út­víkkuð árið 2020, en þá gátu lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki fengið allt að 35% af kostnaði við rann­sókn­ir og þróun í skattafrá­drátt, en stór fyr­ir­tæki 25%. Var há­mark þess kostnaðar sem hægt var að miða við hækkað í 1,1 millj­arð á fyr­ir­tæki, eða styrk upp á 275 millj­ón­ir fyr­ir stór fyr­ir­tæki og 385 millj­ón­ir fyr­ir lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki. Gilda lög­in nú til árs­ins 2025.

Hafa styrk­greiðslurn­ar á þess­um tíma auk­ist mikið og voru orðnar 5,2 millj­arðar árið 2020 og 12 millj­arðar árið 2022. Frá ár­inu 2017 hef­ur á bil­inu 18,5% upp í 60,8% af heild­ar­styrkj­um hvers árs verið birt á vefsíðu Skatts­ins, en 39,2% og upp í 81,5% ekki komið fram þar sem upp­hæðirn­ar þóttu of lág­ar. Þegar horft er á heild­ar­út­greiðslur yfir tíma­bilið hafa upp­lýs­ing­ar um styrkþega 17,2 millj­arða, eða 46,1% greiðsln­anna, komið fram. Hins veg­ar hef­ur ekk­ert komið fram um styrkþega 20,1 millj­arðs, eða 53,9% upp­hæðar­inn­ar.

Rétt er að taka fram að styrk­irn­ir virðast síst á niður­leið, en fyr­ir árið 2023 hef­ur verið upp­lýst um styrkþega upp á 9,6 millj­arða. Ekki hafa þó feng­ist upp­lýs­ing­ar um hver heild­ar­upp­hæð end­ur­greiðslu það árið var.

Þeim sem fá end­ur­greiðslu hef­ur einnig fjölgað mikið síðustu ár, en fjöldi þeirra nærri tvö­faldaðist frá 2017 til 2022.

Skatt­ur­inn með efa­semd­ir um fyr­ir­komu­lagið

Í um­sögn sinni við laga­frum­varp um end­ur­greiðslu­styrk­ina árið 2021, sem ekki var samþykkt, varaði Skatt­ur­inn op­in­ber­lega við ýmsu í sam­bandi við fyr­ir­komu­lag og eft­ir­lit með styrkj­un­um. Þannig benti Skatt­ur­inn á að auk­in aðsókn í styrk­ina kunni að stafa af því að fyr­ir­tæki sem ekki eigi til­kall til stuðnings séu að sækja um þá.

Einnig hef­ur Skatt­ur­inn sagt að ekki sé vanþörf á eft­ir­liti með þess­um end­ur­greiðslum og viður­lög­um við mis­beit­ingu, en slíkt er ekki að finna í lög­um í dag. Sagði Skatt­ur­inn að ef gera ætti end­ur­greiðsluna að var­an­legu úrræði þyrfti að styrkja reglu­verk end­ur­greiðslunn­ar og ein­falda og að passa að auk­ins gagn­sæ­is væri gætt.

Í sömu um­sögn benti Skatt­ur­inn jafn­framt á að sér­stak­lega æski­legt væri að sam­hliða því að festa styrk­ina í sessi væri mik­il­vægt að kveðið væri skýrt á um það hvort aðkeypt­ur kostnaður frá tengd­um aðila gæti fallið und­ir styrk­hæf­an kostnað eður ei. Skatt­ur­inn seg­ir einnig að sjaldn­ast sé byggt á mati og skoðun fagaðila við um­sókn á end­ur­greiðslu og að mis­notk­un geti leitt til veru­legra út­gjalda af hálfu hins op­in­bera og raskað sam­keppni á markaði.

Það er því ljóst að Skatt­ur­inn hef­ur um nokk­urt skeið talið lög­gjöf­ina í kring­um end­ur­greiðslurn­ar veika og að lík­ur væri á mis­ferli sam­hliða því sem eft­ir­lit væri mjög veikt.

At­huga­semd­ir frá OECD

Vinna við að fara yfir fram­kvæmd og eft­ir­lit þessa stuðnings er í vinnslu og var OECD meðal ann­ars fengið til að meta áhrif stuðnings­ins og ár­ang­ur. Var í þeirri skoðun gerð al­var­leg at­huga­semd við eft­ir­lit með styrkj­un­um og skort á gögn­um. Í ný­legri fjár­mála­áætl­un rík­is­ins fyr­ir árin 2024-2028 var reglu­verkið í kring­um fram­kvæmd styrkj­anna jafn­framt kallað óljóst og tekið fram að stuðning­ur­inn sé um­fangs­mik­ill.

Í fjár­mála­áætl­un­inni 2024-2028, sem kynnt var fyrr á þessu ári, er jafn­framt vísað til þess að und­an­far­in ár hafi ein­ung­is á bil­inu 6-7% stuðnings­ins gengið upp í tekju­skatt, en rest­in verið í formi beins stuðnings úr rík­is­sjóði. Því er ekki bara um eft­ir­gjöf skatt­greiðsla að ræða, held­ur beina styrki sem greidd­ir eru út vegna kostnaðar fyr­ir­tækj­anna.

15 mánaða af­greiðsla úr­sk­urðar­nefnd­ar

Í ljósi alls þessa óskaði blaðamaður eft­ir svör­um í nóv­em­ber 2022 frá Skatt­in­um og bað m.a. um sund­urliðun á þeim fyr­ir­tækj­um sem höfðu fengið styrki. Var þeim hluta fyr­ir­spurn­ar­inn­ar hafnað. Var þá leitað til úr­sk­urðanefnd­ar upp­lýs­inga­mála í janú­ar í fyrra. Skatt­ur­inn svaraði 1. fe­brú­ar, en úr­sk­urður nefnd­ar­inn­ar féll svo ekki fyrr en 471 degi síðar, eða í síðustu viku. Tók það því nefnd­ina rúm­lega 15 mánuði að fara yfir beiðina og voru um 18 mánuðir síðan fyr­ir­spurn­in var þá fyrst send á Skatt­inn.

Í kæru til úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar var vísað til meðal­hófs varðandi birt­ingu op­in­berra upp­lýs­inga um op­in­ber­ar end­ur­greiðslur og styrki. Jafn­framt er vísað til þess hversu mikið end­ur­greiðslan hef­ur auk­ist á und­an­förn­um árum, áhyggja Skatts­ins af skorti á eft­ir­liti og að óprúttn­ir aðilar væru að nýta sér styrk­ina án ástæðu. Einnig væri óljóst hvað gæti flokk­ast sem þróun og væri þar með styrk­hæft. Var þar rakið að fyr­ir­tæki gætu náð for­skoti á sam­keppn­isaðila sína ef þau nýttu sér styrk­ina án þess að það væri al­mennt tengt við rann­sókn­ir og þróun.

Einnig eru dæmi um að fyr­ir­tæki hafi skipt rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostnaði niður á tvö fyr­ir­tæki og þannig fengið tvö­falda há­marks­upp­hæð. Meðan ekki er hægt að sjá heild­arlista yfir styrkþega er hins veg­ar ekki hægt að meta hvort önn­ur fyr­ir­tæki fari yfir há­markið með því að skipta rekstr­in­um í tvö eða fleiri fyr­ir­tæki.

Dæmi um þetta er CCP sem hef­ur und­an­far­in ár verið við há­markið fyr­ir bæði CCP plat­form ehf. og CCP ehf. og þar með fengið lang hæstu styrk­ina ár hvert.

Segj­ast ekki mega af­henda gögn­in

Í um­sögn sinni til kær­u­nefnd­ar­inn­ar sagðist Skatt­ur­inn ekki hafa heim­ild til að birta upp­lýs­ing­ar um styrki til ein­stakra fyr­ir­tækja um­fram það sem þegar væri birt á vefsíðu Skatts­ins og í miðlægri vef­gátt Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA. Er þar miðað við lög um EES, en í kafla um skil­yrði rík­isaðstoðar er sér­stak­lega tekið fram að upp­lýs­ing­ar „um hverja út­hlut­un stakr­ar aðstoðar sem fer yfir 500.000 evr­ur.“

Þá vísaði Skatt­ur­inn í lög um tekju­skatt og þagn­ar­skyldu­ákvæði sem nái til upp­lýs­inga um tekj­ur og efna­hag skattaðila.

Eins og fyrr hef­ur komið fram eru und­anþágur frá þessu, meðal ann­ars þegar Skatt­ur­inn birt­ir álagn­ing­ar- og skatt­skrár á ákveðnum tíma árs og eru þær þá til sýn­is fyr­ir al­menn­ing. Vísað er til þess að hægt sé að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðslu vegna þró­un­ar­kostnaðar í álagn­ing­ar­skrá, en það er þó háð því að sá sem leit­ar viti hvaða fyr­ir­tækj­um hann á að leita að.

Í niður­stöðu úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar er vísað í lög um tekju­skatt og að þagn­ar­skylda hvíli yfir Skatt­in­um. Þá er vísað í úr­sk­urðarfram­kvæmd og að þetta ákvæði hafi sér­staka þagn­ar­skyldu og gangi af þeirri ástæðu al­mennt fram­ar rétti til aðgangs að gögn­um sam­kvæmt ákvæðum upp­lýs­ingalaga.

Því tel­ur nefnd­in að þagn­ar­skyld­an varðandi end­ur­greiðslun­ar og þar með styrk­greiðslur rík­is­ins sé sér­greind þar sem hún taki til upp­lýs­inga um tekj­ur og efna­hag skattaðila. Því sé Skatt­in­um heim­ilt að synja beiðninni án þess að mat fari fram um það hvort hags­mun­ir al­menn­ings af upp­lýs­ing­un­um vegi þyngra en hags­mun­ir af því að þær fari leynt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka